Skírnir - 01.01.1958, Síða 160
156
Peter Hallberg
Skírnir
bókmenntalegur arfur; hún hefur að nokkru leyti verið lönd-
um höfundarins í hlóð borin.
Ýmis söguatriði gefa greinilega til kynna, að umrætt ein-
kenni í fari íslendinga hefur verið Jóni hugstætt. Einu sinni
hefur Indriði, yfirbugaður af ástarharmi, sagt skilið við átt-
haga sína og ráðizt til dansks kaupmanns í grennd við Reykja-
vík. Á yfirborðinu virðist hann glaður og ljúfmannlegur, en
kaupmaður þykist samt skilja, að hann þjáist af leyndri sorg.
I samtali við Indriða — en hann nefnist á þessum stað Þor-
leifur -— nálgast yfirmaður hans efnið af mikilli nærgætni:
„Það er þó satt, sem mælt er um yður Islendínga, að
þjer eruð menn dulir og ekki allir þar sem þjer eruð sjeð-
ir, og seigi jeg þetta ekki til ámælis.“
„Svo þyki mjer“ sagði Þorleifur, „sem þetta sje meira
sannmæli um hina fornu Islendínga enn samtíða vorra,
mjer virðist nú flestir menn vera svo, að þeir beri utan
á sjer það sem þeir eru; enn hinir gömlu Íslendíngar báru
kjarnann innaní sjer, og því varð tíðum að brjóta hnot-
ina til kjarnans, nú þyki mjer rjettast að láta hana vera
óbrotna, eður því mælið þjer þetta, kaupmaður góður?“
PS 125—26.
Þetta er þá einu sinni enn samanburður sá á mönnum sam-
tíðarinnar og fornsagnanna, sem hefur verið Islendingnum
svo tamur.
I annað skipti, þar sem hugsjón dullyndis og stillingar ber
á góma, varðar það einmitt Þórdísi húsfreyju. Sigrún kemur
að fóstru sinni, þegar hún situr í einrúmi og grætur eftir æs-
andi viðskipti við sóknarprestinn. Stúlkan klappar á kinnina
á henni og segir: „Æ, það liggur þá eitthvað illa á yður, fóstra
mín góð!“:
„Æ nei nei“, sagði Þórdís og strauk um leið tárin úr
augunum á sér, „það er ekkert, elskan mín, eg hristi það
fram af mér, en maður getur ekki alténd að því gjört, þó
það hvarfli eitthvað að manni í einrúmi; mig gildir einu
hvað þú heyrir og sér fóstra mín, en ekki er það eptir
skapi mínu, að lofa heiminum að hafa tárin mín að leik-
fángi, og þó er eg ekki það harðgerðari en allir aðrir, að