Skírnir - 01.01.1958, Page 161
Skímir Jón Thoroddsen og frásagnarlist Islendingasagna 157
eg geti ekki grátið. Reynslan hefir kennt mér, að það er
lítið lið í því að vola framan í veröldina; hún hæðir þann,
sem hefir einhverja tilfinníngu, en heiðrar þann, sem er
tilfinníngarlaus. Þegar eg var á þínum aldri, fóstra mín,
þá grét eg af öllu, hvað lítið sem á bjátaði, allt eins og
grösin, sem digna upp undireins og dregur fyrir sólina;
nú er eg eins og steinamir, sem verða aðeins þvalir á
nætumar; þegar eg er í einrúmi eða leggst útaf og get
ekki sofið, þá verður mér það, að eg hugsa um hagi mína
og einstæðíngsskap, og þá get eg grátið, þegar Guð sér
það, en ekki mennirnir.“ Um leið og Þórdís sagði þetta,
strauk hún aptur með svuntuhominu um augun á sér, og
allt í einu var eins og hún væri orðin annar maður, segir
hún þá, eins og hún vildi eyða þessu rnntali, blátt áfram
við Sigrúnu:
„Þeir munu vera farnir, presturinn og fylgdarmenn
hans?“ MK 39&-97.
Þórdís gefur hér sjálf eins konar sálfræðilega og um leið
félagsfræðilega skýringu á þeirri hlið sinni, sem að heiminum
snýr. Orð húsfreyjunnar bera ekki vott um tilfinningaskort,
heldur um dýrkeypta reynslu af því, hvernig bezt er að haga
sér í lífsbaráttunni. Skoðun hennar er mótuð af tilliti til þjóð-
félagsins. Þó að um sé að ræða tilfinningar og tjáningu þeirra,
er rökleiðsla hennar róleg og hagsýn.
En þrátt fyrir það, að orð Þórdísar em laus við alla til-
finningasemi, væru þau auðvitað óhugsandi í fslendingasögu;
þar eru slík efni yfirleitt ekki rædd manna á milli. Hjá Jóni
Thoroddsen er tjáning tilfinninganna orðin að listrænu við-
fangsefni á allt annan hátt en hjá löndum hans í fomöld. f
skáldskap sínum getur hann ekki einskorðað sig við hina
ströngu sparsemi íslendingasagna. Hins vegar leynir sér ekki,
að hann kann að meta hinn þjóðlega arf einnig á þessu sviði.
Þannig skopast hann einu sinni að ýktum og tilgerðarlegum
viðbrögðum nokkurra Reykjavíkurkvenna. Tvær vinkonur,
sem hittast daglega, faðma hvor aðra „með slíkum vinalátum
og fögnuði, eins og að þær hefðu ekki sjest í mörg ár, en
önnurhvor væri nýkomin af skipbroti“ (PS 89). Þegar önnur