Skírnir - 01.01.1958, Page 162
158
Peter Hallberg
Skirnir
þeirra segir frá því, að Möller nokkur sé „forlovaður“, þá tek-
ur hin „þvílíkt viðbragð, að hvurjum, sem við hefði verið,
mundi helst hafa dottið í hug, að hún hefði verið stúngin und-
ir síðuna með hnífi“ (PS 90).
Þessi skopmynd ber e. t. v. ekki fyrst og fremst vott um dá-
læti höfundarins á hinni dulu framkomu fornmanna, eins og
þeim er lýst í Islendingasögum. Lýsing hans á vinkonunum
tveim svarar sem sé nokkurn veginn til þeirra hugmynda, sem
menn almennt gera sér mn mismuninn á sveitamönnum og
borgarbúum. Sveitamaðurinn er — eða hefur verið — álitinn
seinlátari, en um leið einlægari og dýpri í tilfinningum sínum
og viðbrögðum. Hinir borgaralegu umgengnishættir aftur á
móti, með fljótvirkari, fjölþættari og augljósari tjáningu, geta
virzt yfirborðslegri og léttúðugri. Það er þess vegna eðlilegt,
að þegar mannlýsingar og frásagnarlist Islendingasagna hafa
verið teknar til fyrirmyndar í norrænum samtíðarskáldskap
á síðari öldum, þá hefur alltaf verið um sveitalífssögur að ræða:
Synnöve Solbakken (1857) eftir Björnson og Jerusalem (1901
—02) eftir Selmu Lagerlöf — til þess að nefna aðeins tvö al-
þekkt dæmi.
Jón Thoroddsen fer sem sé út fyrir hin þröngu takmörk
fornbókmenntanna í lýsingum sínum á tilfinningalífi manna
— stundum jafnvel langt út fyrir þau. En þá leynir sér held-
ur ekki, að hann er að yrkja reit, sem hefur fram að þeim
tíma lítt verið ræktaður á íslenzkri tungu. Athugasemdir hans
um hugarástand sögupersóna eru stundum dálítið þunglama-
legar og fróðleikskenndar — eins og sennilega oft vill verða,
þegar hljóðfæri málsins hefur enn ekki verið stillt eftir hin-
um nýju markmiðum. Hönd Jóns Thoroddsens getur þá orðið
ögn þung, orðfæri hans í senn of nákvæmt og fábreytt. Það
er eins og höfundurinn vanmeti gáfur lesandans til að skilja
orð og gerðir manna, eða eins og hann væri að reyna að þjálfa
næmleika hans og hugmyndaflug.
Sigríður er látin rita tilvonandi tengdamóður sinni bréf í
því skyni að segja henni frá tilfinningum sínum gagnvart syni
hennar; stúlkuna grunar — og ekki að ástæðulausu — að mis-
skilningur sé kominn upp milli aðilja. Þetta er frekar við-