Skírnir - 01.01.1958, Page 164
160
Peter Hallberg
Skírnir
starfsbróðir þeirra beita draumunum í sögunni. Hjá höfund-
um sagnanna eru draumamir að vissu leyti ópersónulegs eðlis;
þeir birtast dreymandanum sem nokkurs konar spá úr huld-
um, óháðum heimi. Draumamaðurinn segir undantekningar-
laust öðrum frá draumtnn sínum, og oft verður einhver annar
en hann sjálfur til þess að ráða þá. Þessir draumar segja alltaf
fyrir rás atburðanna, stundum langt fram í tímann. Draumar
Sigríðar em annars eðlis. Þeir em ekki sagðir neinum, og
þeim er ekki ætlað að gefa fyrirfram ákveðna mynd af ör-
lögum hennar. Þeir hafa eingöngn það hlutverk að lýsa hug-
arástandi stúlkunnar, ótta hennar og vonum. Jón Thoroddsen
hefur m. ö. o. frekar litið draumana augum nútímans, sem
útstreymi frá sálarlífi dreymandans.
4
Islendingasögur em yfirleitt með sannsögulegum blæ; er
ekki ólíklegt, að sá eiginleiki hafi villt mönnum sjónir, svo að
þeir hafi stundum misskilið eðli þessara bókmennta. Þar er
þeirri meginreglu haldið að segja frá öllum hlutum eins og
um óvéfengjanlegan vemleika væri að ræða. Það er vitnað í
heimildarmenn og forðazt að skýra frá því, sem hefði í reynd-
inni aldrei orðið mönnum kunnugt. Ef t. d. getið er skipbrots,
þar sem allir um borð hafa farizt, kemur ekki til mála, að sag-
an lýsi síðustu stundum skipshafnarinnar. Það em sem sé
engin vitni eftir. Svipuð er afstaða höfundarins, ef hann minn-
ist á samtal tveggja manna, sem hvomgur hefur látið fara
lengra og enginn hefur getað hlustað á. Þá er sú vitneskja
látin nægja, að mennirnir ræddust við í einrúmi, en að ekki
er vitað um efni samtalsins. Lesandinn verður sjálfur að reyna
að geta í eyðurnar.
Það er auðvelt að benda á áhrif frá Islendingasögum í þeirri
viðleitni Jóns Thoroddsens að setja sannsögusvip á frásögn
sína. En einmitt af því, að hann notar til þess hin sömu list-
brögð og starfsbræður hans í fornöld, liggur í augum uppi,
hve mikill munur er á afstöðu hans og þeirra til efnis og les-
anda.