Skírnir - 01.01.1958, Page 165
Skímir Jón Thoroddsen og frásagnarlist Islendingasagna 161
Stundum reynir Jón að telja okkur trú um, að hann styðj-
ist við frásögn heimildarmanna: „og vissu menn þau lok mál-
anna, að þau hjón áttu tal um það einslega; en það heyrðu
menn síðast, að Rósa sagði: ,Jæja, þú ræður því þá, Guð-
mundur, hvort jeg sezt aptur í dag.‘ “ (PS2 170). Um heim-
reið Þórdísar húsfreyju frá prestssetrinu eftir samtal hennar
við séra Sigvalda: „og svo hefir Árni fylgdarmaður hennar
frá sagt“ (MK 370) o. s. frv.
Höfundurinn getur einnig bent lesandanum á hina tak-
mörkuðu þekkingu sína. „Ekki höfum vér neinar sannar fregn-
ir um það, hvernig farið hafi um áheit það, er séra Sigvaldi
gjörði kirkjunni á Stað“ (MK 147). 1 sömu skáldsögu er end-
urfundum elskendanna m. a. lýst þannig: „Sigrún varð því
eptir í stofunni hjá Þórami. Ekki vitum vér gjörla að segja frá
því, er þau Þórarinn og Sigrún ræddu þar, og ekki höfum vér
sanna frétt um það, hvort Þórarinn hafi heilsað Sigrúnu nokk-
uð rækilegar, en hann gat áður í skyndíngu við snúizt, en það
eitt höfum vér spurt af viðtali þeirra“ (MK 339) o. s. frv.
„Vjer vitum ekki, hvað það var mikið“ (PS2 178), segir höf-
undurinn um brúðkaupsgjald það, sem Indriði réttir að séra
Tómási. 1 reyndinni eru auðvitað einnig slíkar játningar til
þess ætlaðar að staðfesta sannsögli hans í augum lesanda.
Stundum grípur Jón Thoroddsen til þess ráðs að láta ein-
hvern hlusta í laumi á viðtal tveggja aðilja, sem ekki er ætlað
eyrum annarra; en frægt dæmi um þá aðferð úr Islendinga-
sögum er kafli sá í Gísla sögu Súrssonar, þar sem Þorkell heyr-
ir óséður hið örlagaþrungna hjal þeirra Auðar og Ásgerðar.
Hinn ungi vinnumaður Finnur Bjarnason á prestssetrinu fel-
ur sig bak við hurð og fær þannig að vita, hvað klerkur segir
Hjálmari tudda þar í einrúmi. (MK 132). Það er þessum
njósnum að þakka, að hann getur gefið elskendunum bend-
ingu um að vera á verði. En um leið hafa þær það hlutverk
í frásögninni að gefa skýringu á því, að höfundurinn skuli
vita um það, sem þeir ræddu leynilega prestur og niðursetn-
ingur: hann hefði getað fengið vitneskju sína beint frá Finni
eða frá milliliðum.
Sigrún fær einu sinni tækifæri til að hlera, hvað séra Sig-
11