Skírnir - 01.01.1958, Side 166
162
Peter Hallberg
Skírnir
valdi talar einslega við frænku sina Guðrúnu (MK 97 o. áfr.)
— það hafði fallið dálítil fjöl úr þili, og þar gat hún Lagt eyrun
við. Á þann hátt verður Sigrún fróðari um margt, sem hefur
talsvert gildi bæði fyrir hana og lesandann. Þessu atriði lýkur
með því, að Guðrún gengur úr stofunni og fer fram hjá Sig-
rúnu, sem lætur sem hún sofi í rökkrinu: „og grunaði Guð-
rúnu ekki, að hún hafði heyrt viðtal þeirra prests, enda gat
Sigrún þess ekki vi8 nokkurn, hvers hún hafði orðið áskynja"
(MK 104—5; leturbreyting min).
Með þessari síðustu athugasemd virðist höfundurinn koma
upp um sig. Þar ónýtir hann sem sé sjálfur þann blæ raun-
veruleika, sem hann reynir annars að gefa sögu sinni. Ef
maður ætlar sér að telja mönnum trú um, að „satt“ sé sagt,
þá ætti Sigrún að hafa skýrt öðrum frá hinu leynilega sam-
tali. En hún segir engum neitt, staðhæfir Jón Thoroddsen og
leiðir þannig hjá sér hina einu hugsanlegu „heimild“ fyrir
„þekkingu“ sinni. E. t. v. gætu menn komið með þá mótbáru,
að þessi ummæli hans eigi aðeins við þá stund og þennan stað;
Sigrún hefði getað sagt frá þessu einhvern tíma löngu seinna.
En yfirleitt tekur Jón ekki mjög hátíðlega það sjónarmið, að
hann sé að segja frá sannsögulegum atburðum, og kærir sig
lítt um smásmugulega samkvæmni.
„Guðrún sat á stól út við gluggann, og var að sauma og
þagði; sá sem þá hefði sjeð hana og tekið eptir brosunum, sem
voru að smáflögra um munnvikin á henni“ (PS 111) o. s. frv.
Einmitt það: sá, sem hefði séð! Orðalagið sýnir, að enginn
gerði það. Þannig játar höfimdurinn, að hann er hér að draga
upp mynd eftir eigin geðþótta.
Sagt er frá samtali þeirra Sigriðar og Möllers kaupmanns,
þegar þau ganga ein saman. í tilsvari einu hættir kaupmað-
urinn við að segja ákveðið orð, svo að við fáum ekki að heyra
nema upphafsstafinn; en Jón Thoroddsen gerir þessa athuga-
semd: „það er bágt á það að giska, hvaða orð það var, sem
Möller tæpti á og ætlaði að seigja, og eins óvíst er það og örð-
ugt fyrir oss, er ekki þekkjum hugrenníngar Möllers, að skera
úr því, hvað til þess kom, að hann talaði ekki orðið út til fulls
enn það vitum vjer að hann þagnaði á e-inu“ (PS 109; letur-