Skírnir - 01.01.1958, Side 167
Skímir Jón Thoroddsen og frásagnarlist íslendingasagna 163
breyting mín). Það er alveg samkvæmt reglum hinnar strang-
hlutlægu frásagnarlistar Islendingasagna að láta sem maður
gæti ekki vitað neitt um hugsanir manna, nema þær komi
berlega í ljós. En í dæminu frá Jóni er reyndar jafnóhugsandi,
að höfundurinn hefði fengið fréttir af efni samtalsins — ef nú
hefði verið um sanna sögu úr lífinu að ræða. Það er afar ólík-
legt, að annan hvorn aðilann hefði langað til að rifja það upp
fyrir öðrum. Jón Thoroddsen er m. ö. o. einráður um að setja
alvísi sinni takmörk.
Ég hef áður vitnað í þá staðhæfingu höfundarins, að hann
hafi engar „sannar fregnir“ af því, hvernig séra Sigvaldi hafi
efnt áheit það, sem gert var á þeirri stundu, þegar klerkur
hugðist vera í lífsháska staddur: að gefa kirkju sinni nýja alt-
arisbrún. En eftir að Jón er þannig búinn að láta óvissu sína
í ljós, veitir hann með útdrætti úr vísitatsíugerð lesendum sín-
um slíkar upplýsingar, að enginn muni lengur efast um, að
presturinn hafi svikizt um að efna heit sitt. Varnagh sá, sem
höfundurinn hefur fyrirfram slegið, fær þannig svip af hæð-
inni varfærni. Ber því meira á þessari uppgerðaróvissu hans,
sem hann hefur áður reynzt vita nákvæmlega, hvað séra Sig-
valdi hugsaði, þá er hann lá einn sér úti í fjárhúsinu:
Dettur honum þá í hug, að hann hafi lesið það í forn-
um bókum, að sumir menn, er staddir voru í háska, hafi
heitið á helga menn sér til athvarfs og árnaðar, eður gjört
áheit að gefa nokkuð til kirkna eða klaustra, og hafi það
jafnan komið að góðu haldi; virðist honum eigi ólíklegt,
að svo megi enn vera, og gjörir hann nú það heit, að hann
skuli gefa kirkjunni á Stað nýja altarisbrún, ef hann
komist með lífi úr tóptinni. MK 142.
Þetta veit þá Jón, þrátt fyrir það að enginn hafði um það
leyti orðið vottur að óhappi klerks og enn þá síður getað vitað
hug hans. Að séra Sigvaldi skyldi síðarmeir hafa trúað öðrum
fyrir hugsunum sínum við það tækifæri, er harla ósennilegt.
Maður í sporum hans mundi sjálfsagt kjósa að segja sem
minnst um svona hjákátlegt slys, að maður tali nú ekki um
heilagt loforð, sem hann aldrei efnir.
Það eru komin nóg dæmi til að reyna að komast að niður-