Skírnir - 01.01.1958, Page 169
BJÖRN SIGURÐSSON:
ANNARLEGA HÆGGENGIR SMITSJÚKDÓMAR.
Frumstæð lífvera, sem tekur sér bústað í einstaklingi æðri
tegundar, á það til að trufla lífsstarfsemi og heilbrigði þessa
fóstra síns. Það eru kallaðir smitsjúkdómar, sem þannig eru
til komnir, eða jöfnum höndum öðru þjálla heiti, sóttir.
Sóttir má auðvitað flokka eftir ýmsum reglum, t. d. eftir því,
hversu gangi þeirra er háttað, þ. e. hvort þær þróast hratt eða
hægt, enda eru þær greindar samkvæmt því í bráðar og lang-
vinnar sóttir. Dæmi hinna fyrmefndu eru barnaveiki, misl-
ingar og skarlatssótt, en hinna síðarnefndu berklaveiki, sára-
sótt og mýrakalda.
Lítum snöggvast á bráðu sóttirnar. Þær em að vísu hver
annarri ólíkar að ýmsu leyti, enda þótt þær eigi margt sam-
eiginlegt. Þær eiga ósammerkt í því, að sumum valda bakt-
eríur, öðrum valda veimr, sumar eru sjúkdómar í öndunar-
færum, aðrar í meltingarfærum, sumar í miðtaugakerfi, aðrar
í húð, sumar em tiltölulega meinlaUsar, aðrar lífshættulegar
o. s. frv. Eigi að síður em þær hver annarri líkar í öðrum
grundvallaratriðum. Gangi þeirra allra má líkja við tilbrigði
um sama stef. Og þetta stef er hér um bil þannig: Það hefst
á því, að sýkillinn berst inn í líkama fóstrans. Oft sezt hann
að á slímhúð eða í sári. Þegar hann hefur hreiðrað um sig,
tekur hann að auka kyn sitt, og eftir nokkrar klukkustundir
eða nokkra daga hefur hann náð þeim viðgangi, að sjúkdóms-
einkennin koma í ljós, annaðhvort vegna skaðvænlegra eitur-
efna, sem sýkillinn framleiðir, eða vegna þess, að sýkillinn
sjálfur hefur truflað starfsemi líffæra, sem hann hefur að-
setur sitt í. En sýkillinn er ekki fyrr farinn að láta að sér
kveða og tekinn að valda tjóni en líkaminn snýst til vamar,
byrjar að mynda mótefni gegn sýklinum og gerir út hersveitir