Skírnir - 01.01.1958, Side 171
Skírnir
Annarlega hæggengir smitsjúkdómar
167
teknu stigi hennar. Það er gangur bráðra sótta. Þeir, sem
deyja úr langvinnum sóttum, svo sem sárasótt eða mýraköldu,
geta dáið eftir nokkra daga eða vikur, eða eftir 20 eða 50 ár,
frá því að þeir sýktust. Gangurinn er mjög óreglulegur, er
ekki eins augljóslega lögmálsbundinn og gangur bráðu sótt-
anna. Ef bregða mætti fyrir sig tilgangsheimspeki, þá fer sýk-
illinn hér miklu skynsamlegar að ráði sínu, hann leggur ekki
til úrslitaorrustu, er hlýtur ævinlega að leiða til þess, að hann
bíður ósigur á annan hvorn veginn, heldur hefur hann náð
miklu hagkvæmari sambúð við fóstra sinn en þeir sýklar gera,
sem valda bráðu sóttunum.
Áður en lengra er haldið, er sjálfsagt að geta þess, að í frá-
sögn minni hef ég gert málið dálitið einfaldara en það er i
raun og veru. Sumir sýklar, sem venjulega valda bráðum sótt-
um, geta á stundum hagað sér svipað og sýklar, sem valda
langvinnum sóttum. Dæmi um þetta eru t. d. lekandasýklar,
sumir igerðarsýklar og aðrir fleiri. Sömuleiðis geta sýklar,
sem að jafnaði valda langvinnum sóttum, einstöku sinnum
valdið bráðum sóttum, t. d. berklasýkillinn óðatæringu, en
þrátt fyrir slíkar undantekningar er munurinn í aðalatriðum
augljós.
Undanfarin ár hef ég, ásamt samstarfsmönnum mínum,
verið að fást við smitsjúkdóma, sem umrætt stef um gang
bráðra og langvinnra sótta á illa við.
Ég mun nú í örstuttu máli lýsa tveim sjúkdómum, sem við
höfum fengizt við, og þar á eftir mun ég ræða stuttlega, hvers
vegna ég held, að ekki megi leggja hinar sígildu hugmyndir
um bráðar og langvinnar sóttir til grundvallar allri hugsun
um hvers konar smitsjúkdóma.
Frá því um 1935, eða svo, til 1951 gerði einkennilegur
sjúkdómur vart við sig i sauðfé hér suðvestanlands. Aðalein-
kennið var víðtæk lömun, sem stafaði af skemmd í miðtauga-
kerfi, stórheila, litlaheila og mænu. Venjulega sýktust aðeins
fáar kindur á bæ, en þó kom fyrir, að þær urðu talsvert marg-
ar. öllu fé á umræddu svæði var slátrað 1950 og 1951 til
útrýmingar þurramæði. Síðan var flutt inn heilbrigt fé, en
eftir þvi sem ég bezt veit, hefur þessi sjúkdómur ekki komið