Skírnir - 01.01.1958, Síða 172
168
Björn Sigurðsson
Skírnir
upp aftur, eða að minnsta kosti hafa ekki verið veruleg brögð
að honum. Á árunum 1949 til 1951 var komið með allmargar
kindur með sjúkdóm þennan í rannsóknarstofnun okkar, og
þær voru flestar rannsakaðar vandlega. Sömuleiðis var fljót-
lega byrjað að sýkja heilbrigðar kindur af sjúkdómnum, og
það, sem ég veit frásagnarvert um þennan sjúkdóm, styðst
við þessar athuganir.
Við höfum kallað sjúkdóm þennan visnu með hliðsjón af
þeim breytingum, sem gera vart við sig í miðtaugakerfinu,
og svo mun ég kalla hann hér. Lýsing mín, bæði á ytri ein-
kennum sjúkdómsins og á vefjabreytingum af völdum hans,
styðst við athugun okkar á sjúklingum, sem sýkzt höfðu á
bæjunum á eðlilegan hátt, en jafnhliða við þá reynslu, er við
höfum fengið af kindum, sem sýktar hafa verið í rannsóknar-
stofnuninni, þar sem ekki reyndist sjáanlegur munur, hvort
sem sjúkdómurinn var til orðinn með náttúrlegum hætti eða
hann hafði viljandi verið fluttur í heilbrigða kind.
Visna kemur fyrir í kindum á öllum aldri og af báðum
kynjum, þó tæplega í kindum yngri en tveggja vetra. Hún byrj-
ar mjög hægt og oft þannig, að kindurnar verða óeðlilegar í
göngulagi, en fljótlega kemur í ljós lömun, einkum á aftur-
fótum. Algengt er, að réttivöðvar lamist fyrst, þannig að kjúk-
urnar vöðlist undir limnum, þegar kindin stígur í hann.
Stundum ber á fíngerðum titringi kringum munn. Einkennin
ágerast smátt og smátt, dýrið lamast alveg að aftanverðu eða
jafnvel á öllum limum, þannig að það getur ekki staðið upp
né bjargað sér á annan hátt. Visnusjúklingar geta þó lifað
furðulengi, ef þeim er hjálpað til að éta og drekka. Þeir virð-
ast halda meðvitund og eðlilega vakandi athygli allan tím-
ann. Líkamsbiti er eðlilegur eða að minnsta kosti ekki nema
lítið aukinn. Sjúkdómurinn stendur oft mjög lengi, stundum
vikum eða mánuðum saman, en eftir því sem bezt er kunn-
ugt, deyja dýrin ævinlega úr honum að lokum.
Miðtaugakerfi í mönnum og skepnum er baðað tærum
vökva, sem kallaður er mengisvökvi. Breytingar á frumufjölda
og efnainnihaldi mengisvökva eru oft mjög góð leiðbeining
um sjúkdóma í miðtaugakerfi. Mengisvökva má ná úr lifandi