Skírnir - 01.01.1958, Page 176
172
Skírnir
Björn Sigurðsson
4. TAFLA.
Afmögnun visnuveiru.
Taflan sýnir fjölda kinda í hverjum flokki, sém báru þau merki sýkingar,
að frumur voru auknar í mengisvökva. Athugunin stóð yfir í 2 mánuði.
Fjöldi kinda með frumu- aukningu í mengis- vökva Fjöldi kinda. sem i var dælt sýkingar- efni
Visnuveira + saltvatn 4 5
Visnuveira + ómengaður (normal) blóðvari 3 5
Visnuveira + riðuvari 2 5
Visnuveira + visnuvari 0 5
Það er háttur veirusjúkdóma, að meðan þeir standa yfir,
myndast í blóði sjúkra dýra mótefni, sem afmagnar hlutað-
eigandi veirutegund, þannig að hún veldur ekki sýkingu. Ein
tilraun var gerð til að ganga úr skugga um, hvort slikt mót-
efni fyndist í blóði kinda, sem höfðu sýkzt af visnu.
Gerð var heila- og mænusíund, sem innihélt sýkingarefni.
Því var deilt í 4 hluta; saman við einn hlutann var blandað
blóðvara (serum) úr visnukindum, saman við annan hlutann
blóðvara úr 3 heilbrigðum kindum. 1 þriðja hlutann var bland-
að blóðvara úr kindum með riðu, sem er norðlenzkur mið-
taugakerfissjúkdómur í sauðfé, og í fjórða hlutann jafnmiklu
vatni til samanburðar. I 4. töflu sést útkoman af þessu. Visnu-
veirur í heilbrigðum blóðvara og riðuvara og vatni ollu sýk-
ingu í miðtaugakerfi, sem hafði í för með sér frumuaukningu
í mengisvökva, en visnuveirur í vara úr visnukindum ollu
ekki þessum breytingum, svo að ætla má, að í þeim hafi verið
mótefni, sem gerði veirurnar óvirkar.
Þótt þessi eina tilraun sanni engan veginn, að visnuvari
innihaldi mótefni, sem afmagni visnuveirur, þá virðist ekki
ólíklegt, að svo sé.
Reynt hefur verið að sýkja mýs, hamstra, marsvín og kan-
ínur af visnu með því að dæla sýkingarefni inn í heila eða
inn í mænu þessara dýra, en það hefur ekki tekizt.