Skírnir - 01.01.1958, Side 177
Skírnir
Annarlega hæggengir smitsjúkdómar
173
Hvaða líffæraskemmdir liggja svo til grundvallar lömun og
öðrum sjúklegum einkennum við visnu? Með berum augum
er hvergi neitt að sjá, og við smásjárrannsókn höfum við ekki
fundið neinar skemmdir nema í miðtaugakerfi. Skemmdirnar
í miðtaugakerfinu eru hins vegar næsta áberandi og sérkenni-
legar, og það stendur enn óhaggað, að þær eru nákvæmlega
samkynja í kindum, sem veiktust á bæjunum eftir náttúrleg-
um leiðum og í kindum, sem við höfðum sýkt.
Visnuskemmdir eru mjög ólíkar því, sem venjulega sést við
smitsjúkdóma í miðtaugakerfi í mönnum og skepnum. Visna
líkist ekki venjulegri heilabólgu, hins vegar miklu meir öðr-
um sjúkdómum, sem eru algengir í mannfólki, en ekki er enn
almennt talið, að stafi af smitun.
Flestar meiri háttar taugaleiðslur í taugakerfi manna og
dýra eru einangraðar leiðslur, ef svo mætti segja. Utan um
hvern taugaþráð er fíngert slíður úr fituefni, sem kallað er
míalín. Þetta slíður mun vera til einangrunar og svarar til
þess, er rafmagnsleiðslur eru einangraðar. Ef míalínslíðrið
utan um taugaþræðina skemmist eða leysist upp, fer forgörð-
um það boð, sem á að fara eftir þræðinum, þráðurinn „leiðir
út“, merkjakerfið fer á ringulreið, og taugakerfið ræður ekki
lengur við það hlutverk að stjórna hreyfingum og annarri
starfsemi líkamans. Það er kölluð míalíntæring, þegar þetta
fíngerða sliður tærist og eyðist, og ýmsir alvarlegustu mið-
taugakerfissjúkdómar í mannfólki stafa af þvi.
Þeir hlutar miðtaugakerfisins, sem aðallega eru safn þess-
ara einangruðu taugaþráða, eru hvítir á lit vegna ljósra fitu-
efna míalínsins og þess vegna kallaðir heilahvíta (mænuhvíta).
Aðrir hlutar miðtaugakerfisins, þar sem aðallega samansafn-
ast taugafrumur og óeinangraðir taugaþræðir, eru hins vegar
gráir, heilagráni (mænugráni). Mialíntærandi sjúkdómar í
miðtaugakerfi koma því niður á hvítunni, og ýmsir afdrifa-
ríkustu miðtaugakerfissjúkdómar eru einmitt sjúkdómar í
heilahvítu.
Heilabólguskemmdir, eins og þær verða greindar í smásjá,
eru að jafnaði algengari í heilagránanum, en hitt kemur tæp-
lega fyrir, að hvitan hafi orðið verr úti. Visnuskemmdir eru