Skírnir - 01.01.1958, Side 178
174
Björn Sigurðsson
Skírnir
hins vegar nær allur í hvítunni, og þegar £rá líður, tærist
míalínið á sýktu svæðunum, og lömunareinkennin stafa vafa-
laust af því, að einangrun taugaþráðanna og þar með eðlileg
starfsemi þeirra fer forgörðum. Míalíntæringin af völdum
visnu verður að jafnaði aðallega umhverfis heilaholrúmin, bæði
í stóra- og litlaheila, svo og í hvítu strengjunum í mænunni.
Auk þess sést að jafnaði talsverð heilamengisbólga, eins og
vænta má, úr þvi að frumufjöldi í mengisvökva er stórlega
aukinn, og einnig skemmdir á svokölluðu heilaþeli, sem þekur
innan heilaholrúmin.
1 stuttu máli: Visna er ákaflega hæggengur veirusjúkdómur
í miðtaugakerfi sauðkinda. Fyrstu 1—2 mánuði, eftir að sýk-
ingarefni hefur verið dælt í heilann, er ekki sjáanlegt, að
sýkingarefnið aðhafist nokkurn skapaðan hlut. Eftir þennan
tíma tekur að gæta heilamengisbólgu, sem segir ekki til sín
með neinum ytri einkennum, en sýnir sig í því, að frumu-
fjöldi og hvíta í mengisvökva vex stórlega. Þessi bólga stend-
ur lengi án ytri einkenna. Stundum batnar heilamengisbólgan
og sjúkdómurinn þar með, og engra ytri einkenna á skepn-
unni verður vart. Stundum aftur á móti batnar hún ekki, held-
ur versnar, og smám saman fara að koma í ljós ytri einkenni
miðtaugakerfisskemmdar. Sú skemmd, sem er í raun og veru
eyðing á heilahvítunni, getur orðið mjög víðtæk, og venjulega
drepur hún. Þessi eyðing er aðallega bundin við svæðin næst
liolrúmum heilans, að minnsta kosti fyrst í stað. 1 mænunni
er eyðingin næst mænumenginu. Ef sjúkdómurinn nær á ann-
að borð að birtast með ytri einkennum, ágerist hann hægt og
hægt og drepur oftast eða nær ævinlega. Sjúkdómurinn er
þannig ákaflega hæggengur, en gangur hans er hins vegar
mjög reglulegur. Bati eða dauði verður alltaf tiltölulega seint
og alltaf á tilteknu stigi í atburðaröð sýkingarinnar.
Fyrir nokkrum árum varð allfrægur lungnasjúkdómur í
sauðfé hér á landi, sem kallaður var þurramœSi eða þingeysk
mæði. Guðmundur Gíslason læknir kom fyrstur auga á þurra-
mæði sem sérstakan sjúkdóm árið 1939 og greindi hann frá
öðrum lungnasjúkdómum, sem fyrir koma í sauðfé. Mest af