Skírnir - 01.01.1958, Side 179
Skímir
Annarlega hæggengir smitsjúkdómar
175
þekkingu manna á aðförum þessa sjúkdóms og líkamsbreyt-
ingum þeim, sem hann veldur, er frá Guðmundi komið,
Ekki veit ég, hversu margt sauðfé þurramæði felldi, meðan
hún var og hét, en það hefur skipt mjög mörgum tugum þús-
unda. Þegar hún var upp á sitt bezta, geisaði hún á svæði,
þar sem alls voru um 200000 fjár, og árleg dánartala var
oft á tíðum 10—20%. Þessu fór fram ár eftir ár, og sums
staðar var dánartalan enn hærri. Samkvæmt reynslunni á
bæjum, þar sem þurramæði kom fyrir, var meðgöngutíminn
mjög langur, það er að segja, að ekki fór að bera á sjúkdóms-
einkennum, fyrr en 1—3 árinn eftir að ætla má, að kindin
hefði smitazt. Fyrstu einkennin voru, að kindin fóðraðist illa
og varð mæðin við áreynslu. Hvort tveggja ágerðist smátt og
smátt, og eftir nokkra mánuði var skepnan orðin vonarpen-
ingur, bæði vegna þess, að hún þreifst ekki, og fyrir það, að
hún þoldi illa áreynslu vegna mæði. Flestir sjúklingarnir
drápust beinlínis af sjúkdómnum, aðrir fengu lungnabólgu,
sem varð þeim að aldurtila; enn aðrir drögnuðust lengi áfram,
en bati var mjög fátíður og e. t. v. óþekktur.
Við rannsókn á sjúkri kind var ekki mikið að sjá; hún var
blóðlaus, blóðrauði minnkaði úr 12—14 g niður í 7—8 g í
100 ml, hyítkom í blóði voru nokkm fleiri en eðlilegt er, eða
6000—12000 í mm3, í stað 4000—6000 í mm3, sem venja er.
Hvíta í blóði minnkaði einnig nokkuð.
Sjúklegar breytingar við mæði voru nær eingöngu í lung-
um, sem voru oft á tíðum gífurlega stækkuð og sömuleiðis
lungnaeitlar. Við smásjárskoðun reyndust lungnabreytingar
aðallega langvinnar bólgubreytingar, ekki mikil tengivefs-
myndun, en stórkostleg frumuaukning, og svo var að sjá sem
örvefur myndaðist sjaldan og lítil tilhneiging væri til bata.
Breytingar voru í sjálfum öndunarvef lungnanna, en mjög
litlar eða engar í berkjmn.
Reynsla hlutaðeigandi bænda benti eindregið til, að sjúk-
dómurinn væri smitandi. Breytingar í lungunum em einnig
þess eðlis, að langlíklegast er, að þær stafi af smitun. Það
tókst líka tiltölulega auðveldlega að flytja sjúkdóminn úr sjúku