Skírnir - 01.01.1958, Side 180
176
Björn Sigurðsson
Skírnir
5. TAFLA.
Breytingar, fundnar viS krufningu, á lungum úr mœSisýktum kindum.
Flokkar Smitháttur Fjöldl kinda Meðal- þungi lungna (g) Líkur, að hending ráði * Sérkennandi lungna- skemmdir greindar í smásjá t
Or 2. og 10. klefa Samvistarsmitun . . . 10 352.5 ±16 <0.02 8/9
— 6. klefa Taðát .. 5 394 ±20 <<0.01 4/5
— 12. klefa .... Idæling mæðivefs .. 4 502.5 ±75 <<0.01 3/4
— 5., 9. og 11. kl. Til samanburðar . .. 15 302 ±11 0/15
* Þessi þyngdarmunur er meiri en syo, að líklegt þyki, að hending
ráði.
f Nefnarinn táknar fjölda rannsakaðra lungna í hverjum flokki, en
teljarinn fjölda þeirra lungna, sem þær skemmdir fundust í, er í textanum
greinir.
dýri í heilbrigð með því að dæla í þau fleyti (suspension) úr
sjúkum lungum. Undarlegt er hins vegar, að 30—36 mánuðir
liðu, frá því að dýrið var sýkt og þar til fór að bera á ytri
einkennum, það er að segja fyrst og fremst á mæði. Ég ætla
ekki að lýsa einstökum tilraunum við að flytja mæði úr sjúku
dýri í heilbrigt á þennan hátt. Sjúkdómurinn, sem tilrauna-
dýrin fengu, var nákvæmlega samkynja og leit út eins og
venjuleg þurramæði. Hið undarlega og óskiljanlega var, hvers
vegna í ósköpunum þetta tók svona langan tíma. Og e. t. v.
jafnframt hitt, úr því að það tekur svona langan tíma, hvernig
stendur á því, að líkami kindarinnar skuli ekki geta ráðið
niðurlögum sjúkdómsins með venjulegum ónæmisviðbrögðum.
Ef líkaminn hefði, þótt ekki væri nema einn mánuð, frá því
að hann sýkist af mislingum, þar til sjúkdómurinn er tilbúinn
að valda skaða, til að búa sig undir vamir, þá fengi sennilega
enginn maður nokkru sinni mislinga. Ef sjúkdómsvaldurinn
býr um sig í líkamanum í 3 ár, hvernig getur staðið á því,
að líkaminn hefur ekki komið því í verk að snúa sér við til
að ráða niðurlögum hans á svo löngum tíma?
Við nánari athugun kom í ljós, svipað og við síðar fundum
við visnu, að á þessu langa tímabili, sem er einkennalaust út