Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 183
Skímir
Annarlega hæggengir smitsjúkdómar
179
Samkvæmt ofansögðu virðist þá þurramæði vera smitsjúk-
dómur, sem hefur býsna reglulegan gang. Meðgöngutími, þar
til ytri einkenna verður vart, er um 3 ár. Miklu fyrr fer sýk-
ingin á stað undurhægt og gætilega. Sérstakar, nákvæmar
rannsóknir þarf til þess að finna sjúkdómsbreytingar á þessu
stigi, og með rannsóknaraðferðum, sem tiltækar eru, er grein-
ingin í hverju einstöku tilfelli óviss. Líkaminn virðist ekki
snúast til varnar, svo að gagni sé. Sjúkdómurinn heldur áfram
jafnt og þétt og spillir eða tortímir líffærum, sem hann hefur
aðsetur í. Eftir að ytri einkenni eru komin í ljós, drepur þurra-
mæði nær ævinlega. Vera má, að bati komi fyrir á fyrra sjúk-
dómsstigi, en annars er gangur sjúkdómsins mjög reglulegur,
hægur og öruggur. Líkaminn virðist standa uppi varnarlaus
eða jafnvel ekki gera sér ljóst, að nein hætta sé á ferðum, ef
nota má þessu líkt orðalag um varnarmálastjóm líkamans.
Ég hef nú lýst tveim annarlega hæggengum smitsjúkdóm-
um mjög stuttlega, visnu, sem er sýking í miðtaugakerfi sauð-
kinda, og þurramæði, sem er smitsjúkdómur i lungum sauð-
kinda. 1 upphafi máls míns rifjaði ég upp megineinkenni
bráðra og langvinnra sótta, eins og menn venjulega hugsa sér
þær. Smitsjúkdómamir tveir, sem ég hef nú lýst, eiga í hvor-
ugum flokknum heima. Það liggur í augum uppi, að þeir em
ekki bráðar sóttir. Meðgöngutími annars, unz ytri einkenni
koma í ljós, er y^—2 ár og hins venjulega 1—4 ár. Þeir bera
ekki heldur einkenni venjulegra langvinnra sótta. Gangur
þeirra er mjög reglulegur. Um venjulega langvinna sýkingu
veltur á ýmsu. Sjúkdómseinkenni geta komið og horfið aftur,
síðan tekið sig upp að nýju. Sóttin getur batnað, á hvaða stigi
sem er, og batnar meira að segja venjulega fremur snemma.
Ef sóttin drepur, getur hún einnig drepið, á hvaða stigi sjúk-
dómsins sem er. Með öðmm orðum, við venjulegar langvinn-
ar sóttir er gangurinn mjög óreglulegur og oft á tíðum ófyrir-
sjáanlegur.
Visna og mæði hafa báðar mjög reglulegan gang. Með-
göngutími þeirra er alltaf mjög langur, og þegar sjúkdómur-
inn er byrjaður, þokast hann áfram eftir nokkurn veginn fastri
reglu. Ef sjúkdómurinn stöðvast ekki, áður en hann veldur