Skírnir - 01.01.1958, Page 184
180
Björn Sigurðsson
Skírnir
ytri einkennum, drepur hann alltaf að endaðri tiltekinni at-
burðaröð. Að þessu leyti eiga visna og mæði sammerkt með
bráðu sóttunum.
Fyrir nokkrum árum stakk ég upp á því á öðrum stað, að
þessi tegund smitsjúkdóma yrði hvorki flokkuð með bráðum
né langvinnum sóttum, heldur haldið sér í flokki sem annar-
lega hæggengum smitsjúkdómum. Þessi uppástunga var ekki
gerð af áhuga á niðurskipunarfræði (systematík), heldur
vegna þess að mér virðist sem til sé flokkur hæggengra sýk-
inga, sem lúti öðrum lögmálum í viðureign sinni við líkama
fóstrans en hinir flokkamir gera. Þegar um er að ræða þess
konar sjúkdóma, má ekki treysta því, að hugmyndir og rann-
sóknaraðferðir, sem eiga við hina flokkana, eigi við þá. Ég
sagði í upphafi, að gangur hinna mörgu bráðu sótta væri með
nokkrum hætti tilbrigði um eitt og sama stef. Ýmislegt bendir
til, að gangur hinna annarlega hæggengu smitsjúkdóma sé
með svipuðum hætti tilbrigði um annað gmnnstef.
Ef menn vilja fallast á að hugsa sér sérstakan flokk smit-
sjúkdóma samkvæmt framansögðu, hvernig ætti þá að ein-
kenna hann? Hvaða sameiginleg sérkenni hafa hinir annar-
lega hæggengu smitsjúkdómar, sem greina þá frá öðrum smit-
sjúkdómum?
Ég hef stungið upp á að einkenna þennan flokk smitsjúk-
dóma með eftirfarandi sérkennum:
1. Frá því að sýkingarefni berst inn í líkamann og þar til
greinilegra einkenna um sýkingu verður vart, líður lang-
ur tími, nokkrir mánuðir eða nokkur ár.
2. Eftir að ytri einkenni em komin í ljós, standa þau lengi
og enda að jafnaði með alvarlegum sjúkdómi eða dauða.
3. Hver hinna annarlega hæggengu smitsjúkdóma tekur að-
eins eina dýrategund, og sjúklegar breytingar finnast
venjulega aðeins í einu líffæri eða einni tegund líkams-
vefs.
Hvaða aðrir þekktir sjúkdómar mundu þá lenda í þessum
flokki, sem ég hef lýst?
Votamœði í kindalungum, sem Níels Dungal, Guðmundur
Gíslason og fleiri lýstu 1938, mundi hiklaust lenda í þessum