Skírnir - 01.01.1958, Page 185
Skírnir
Annarlega hæggengir smitsjúkdómar
181
flokki. Votamæði hefur langan meðgöngutíma, sennilega 6—•
16 mánuði. Eftir að kindin er orðin sýnilega veik, stendur
sjúkdómurinn í nokkrar vikur upp í nokkra mánuði og drepur
venjulega. Líkamsbreytingar finnast aðeins í lungum, sem
fyllast af eins konar æxlisvexti. Það hefur ekki tekizt að flytja
sjúkdóminn í aðrar dýrategundir.
Annar sjúkdómur, sem að mínum dómi ætti að skipa í
sama flokk, er krabbamein i músajúgri. Ungarnir smitast við
að drekka í sig sýkingarefnið (veirur) með móðurmjólkinni,
og síðan ganga þeir með það, án þess að nokkurra einkenna
verði vart, þar til þeir eru meir en miðaldra, og fá þá júgur-
krabbamein, sem hegðar sér alveg eins og venjulegur brjóst-
kirtilskrabbi í konum.
Nýlegar rannsóknir benda til, að hvítsótt (leukomatosis) í
hænsnum, sem er eins konar æxlisvöxtur víðs vegar um lík-
amann og mjög algengur, hagi sér á svipaðan hátt.
Blóðlýsa í músum, sem er illkynja æxlissjúkdómur, virðist
haga sér svipað. Ludwig Gross hefur sýkt nýfæddar mýs með
lekju (filtrati) úr sýktum líffærum. Meðgöngutíminn er, að
því er séð verður, frá 8 mánuðum upp í 2 ár eða enn lengri.
Eftir að sjúkdómurinn er orðinn þekkjanlegur, rennur hann
sitt skeið sem hver önnur illkynja blóðlýsa og drepur.
Til er sarkmein í hænsnum, illkynja tengivefsæxli, sem
kennt er við Peyton Rous. Það er veirusjúkdómur með löngum
meðgöngutíma og drepur alltaf, eftir að hann er greinilega
kominn í ljós.
Telja mætti nokkra fleiri sjúkdóma af svipuðu tagi, svo sem
nýrnakrabba í frosktim, kanínuvörtu, sem kennd er við Shope
og oft verður að krabbameini, og reyndar fleiri. Enn er ónefnd-
ur sjúkdómur í sauðfé, sem er algengur norðanlands. Hann
kallast ri'Sa og er smitsjúkdómur í miðtaugakerfi eins og visna,
en mjög frábrugðin henni að ýmsu leyti. Riða fullnægir öll-
um fyrrgreindum skilyrðum til þess að fylla flokk annarlega
hæggengra smitsjúkdóma.
Menn hafa margreynt að vekja ofangreinda sjúkdóma í
öðrum dýrategundum, en eftir því sem ég veit bezt, hefur
það aldrei tekizt.