Skírnir - 01.01.1958, Síða 186
182
Björn Sigurðsson
Skírnir
Flestir sjúkdómarnir, sem ég hef talið, voru lítt eða ekkert
þekktir fyrir fáum árum. Það er svo að sjá sem þýðingar-
mikill flokkur alvarlegra hæggengra smitsjúkdóma sé að koma
í ljós, og vera má, að þeir séu í raun og veru miklu fleiri en
við höfum enn komið auga á. Ef svo er, væri vafalaust mjög
mikilsvert að reyna að skilja í grundvallaratriðum, hvers vegna
gangur þeirra er sá, sem hér hefur verið gerð grein fyrir.
Hættir hinna annarlega hæggengu smitsjúkdóma samrým-
ast illa hinum sígildu hugmyndum um eðli smitsjúkdóma,
enda eru þær dregnar af þekkingu vorri á bráðum sóttum.
Hvemig stendur á því, að veira, sem veldur annarlega hæg-
gengri sýkingu, er svo lengi að valda vef jaskemmdum? Eykur
hún kyn sitt svona ákaflega hægt? Eða nær hún fljótlega mikl-
um viðgangi i vefnum, en þarf hins vegar óralangan tíma til
að valda skemmd eftir það?
Hvemig stendur á því, að líkaminn ræðst ekki gegn veir-
unni og tortímir henni á þeim langa undirbúningstíma, sem
hún þarf, áður en hún veldur skemmd?
Það yrði allt of langt mál, ef gera ætti tilraun til að svara
þessum spumingum hér eða ræða þær yfirleitt. Að því er
seinna atriðið snertir, má þó minna á, að öll ónæmis- eða
vamarviðbrögð líkamans byggjast á því, að hann þolir ekki
aðgerðarlaus návist aðskotahlutar af framandi efnisgerð, held-
ur ris gegn honum með ýmsum vel þekktum viðbrögðum. Það
er vart hugsanlegt, að veira fái leynzt í likamanum mán-
uðum og ámm saman, svo að hann geri ekki gagnráðstafanir,
nema því aðeins að hún geti dulizt í einhverju því formi, sem
líkist svo mjög efnivið líkamans sjálfs, að hann bregðist ekki
til varnar gegn henni af þeim sökum. Allar veimr í líkama
eru með nokkrum hætti afkvæmi bæði veiruforföður og lík-
amans. Kunnugt er t. d., að í inflúenzuveim er mótefnisvaki
(antigen), sem fenginn er frá líkama fóstrans samhliða þeim
mótefnavaka, sem er inflúenzu eiginlegur. Það er vel hugs-
anlegt, að ættarmót fóstrans á þessu afkvæmi hans og veir-
unnar verði svo rík, að þau endist veimnni til vamar, vegna
þess að fóstrinn geti þess vegna ekki „litið á hana“ sem sér
framandi, að því er til ónæmisviðbragða tekur. Það er sem sé