Skírnir - 01.01.1958, Page 188
ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON:
WILLIAM BLAKE TVÖ HUNDRUÐ ÁRA.
Síðari helmingur 18. aldar og upphaf þeirrar 19. var mikill
umróts- og styrjaldatími. Iðnbyltingin hófst um 1760, amer-
íska byltingin 1775 og stjórnarhyltingin í Frakklandi 1789.
Undanfari byltinganna voru uppgötvanir, en í kjölfar þeirra
fóru styrjaldir, einkum eftir 1800. Hver nýjungin hafði rekið
aðra, ekki síður á sviðum félagslífs og fjármála en vélvæðing-
ar, enda voru þjóðfélagslegar nýskapanir skilyrði þess, að hægt
væri að nota vélamar. Menn trúðu á framfarir visindanna,
skynsemi, rökræna hugsun. Stórviðburðir gerðust í heiminum.
Brezka veldið og fleiri ríki Evrópu læstu klóm sínum í hverja
þá hráð, sem umbætur á siglingum og aukin hernaðartækni
skópu þeim skilyrði til að hremma. Sín á milli bárust þjóðir
Evrópu á banaspjót og börðust til landvinninga, jafnvel
þær, sem höfðu tendrað kyndil frelsisins og héldu honum
hæst á loft. Ljómi frægðar og sigurvinninga rann saman við
frelsisroðann nýja og litaði hann tíðum blóði. öldum saman
hafa eigi verið háðar fleiri stórstyrjaldir víða um heim á jafn-
löngum tíma en frá upphafi iðnbyltingar til 1815: Sjö ára
stríðið, frelsisstríð Norður-Ameríkumanna, franska stríðið,
Napóléonsstyrjaldirnar, Svo að einungis séu nefndar þær
mestu, allar á 70 ára ævi Williams Blakes.
Nokkurn veginn jafnframt umróti þessu, ýmist undanfari
eða þá afleiðing byltinganna, varð bæði trúar- og bókmennta-
vakning, heimspeki og mælskulist iðkuð. Menn settu ótak-
markað traust á skynsemina. Uppeldi bama skyldi taka al-
gerðum stakkaskiptum til samræmis við óspillt eðli þeirra og
frjálsræðisþörf. En svo leiddu aftur framfarimar og iðnþró-
unin til enn meira ófrelsis, ekki sízt meðal bama. Sönnun
þessarar víxlverkunar á öðra sviði, vettvangi bókmenntanna,