Skírnir - 01.01.1958, Síða 189
Skímir
William Blake tvö hundruð ára
185
staðfesta frönsku rithöfundarnir Voltaire og Rousseau, and-
legir vitar nýja tímans og forsvarsmenn byltingarinnar, a. m.
k. Rousseau, annars vegar, og á hinn bóginn brezku skáldin
Blake, Rums og Wordsworth, sem urðu fyrir gagngerðri örvun
af byltingunni, þó að síðar breyttist viðhorf þeirra mjög, eftir
því sem lífið lengdist.
Andstæður timans: frelsiskröfur — undirokun, tignun feg-
urðar — ástundun ljótleikans, trúin á gildi mannssálarinnar í
orði — misþyrming hennar á borði — hlutu að valda árekstr-
um. Ein aðalorsök vandans vom vélarnar, innrás þeirra í þjóð-
lífið, ef svo mætti segja. f átökunum milli hugar og vélaveldis
hlaut sá aðilinn að verða harðar úti, sem viðkvæmari var.
fmyndunaraflið var í hættu, andanum og nývaknaðri frelsis-
þrá voðinn vís.
Þessir tímar vom undarlega líkir samtíð vorri á margan
hátt: Von og kvíði, hugrekki og hræðsla, tryggð og táldrægni
skiptust á. Ormar efa og örvilnunar nöguðu rætur hjartans
þá eins og nú. Upp úr þessum jarðvegi spmttu bókmenntir,
sem endurspegluðu þjóðfélagsástand og hugsunarhátt sam-
tímans eins og bókmenntir gera ávallt. Sumt hefur auðvitað
fallið í gleymsku, annað var misskilið, en ýmislegt átti brýnt
erindi og hrærði hugina, fékk hljómgmnn, varð sígilt. Skyggn-
ustu sjáendur þess tima höfðu boðskap að flytja, sem er eigi
síður mikils verður fyrir oss nú en hann var fyrir fólk það,
sem þá vár í vanda statt og hafði ratað í raunir. Menn þreytt-
ust á skynsemisdýrkuninni, misstu trúna á framfarirnar.
Rómantísk endurVakning hófst. Einn sérstæðasti fmmkvöð-
ull þeirrar listastefnu var skáldið og málarinn Blake.
William Blake fæddist í Lundúnum 28. nóvember 1757.
Hann var sonur prjónleskaupmanns, sem aðhylltist kenningar
Swedenborgs, hins sænska dulspekings, er taldi sig fá vitranir
af æðri vemm og byggði á því dulvísindi sín, eins og kunn-
ugt er. Þétta mun hafa haft áhrif á lífsskoðun Blakes, sem
minnir á Swedenborg. William fór aldrei í skóla, sökum van-
stillingar, að talið er, en las þegar á ungum aldri rit Shake-
speares, Miltons og svo Biblíuna, sem hann eignaðist smám
saman á ýmsum málum og skildi aldrei við sig, heldur leitaði