Skírnir - 01.01.1958, Page 190
186
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
þar ráða í mörgum vanda lífsins. Smám saman lærði hann
latinu, grísku, frönsku, ítölsku og hebresku.
Um 10 ára aldur var Blake ákveðinn í að vilja verða lista-
maður. Sendu foreldamir hann þá í teikniskóla og létu hon-
um í té dálítið af vasapeningum, svo að hann gat keypt sér
myndir til að teikna eftir, t. d. eftirgerðir af málverkum Raf-
aels og Michelangelós, sem hann dáði mjög og tók sér til fyrir-
myndar. Fimm ár stundaði Blake með ákefð teikninám sitt
og söfnun mynda. En nám í málaralist var dýrara en fjöl-
skyldan hefði efni á sliku. Því var ákveðið, að hann næmi
koparstunguiðn. Fimmtán ára gamall réðst hann til eirstungu-
meistara, sem oft sendi hann í Westminsterkirkju og fleiri
kirkjur umhverfis Lundúnir til þess að gera teikningar af
minnismerkjum. Við þetta kynntist Blake allnáið gotneskri
list, sem orkaði æ meira á ímyndunarafl hans, eftir því sem
timar liðu, unz honum fannst hún æðsta tákn alls sannleika.
Þegar Blake var fullnuma í þessari iðn eftir 7 ár, stundaði
hann nám í Konunglega háskólanum um skeið, en hóf síðan
sjálfstæða atvinnu í iðn sinni. Hann kvæntist 1782 fagurri
konu, Katrínu að nafni.
Þegar Blake var 26 ára að aldri, kom út fyrsta hók hans,
Skáldmyndir (Poetical Sketches), á kostnað tveggja vina hans.
I auglýsingu var sagt, að Blake hefði ort kvæðin í bókinni
frá 12 ára aldri til tvítugs. En hann kemur þegar fram þar
sem þroskað skáld. Áhrifa gætir að vísu frá Shakespeare og
Milton. Sum ljóðin eru órímuð og bera vitni um fálmkennda
leit, sem eigi heppnast alls staðar vel. En þarna er að finna
hreinar perlur. Stundum heyrðist skáldið syngja þessi ljóð sín
við lög eftir sjálfan sig, er þóttu gullfalleg í látleysi sínu.
Skáldmyndir hefjast á ávörpum til árstíðanna. Skáldið býð-
ur dísir vors og sumars velkomnar og óskar þess, að þær og
haustið, sem hann líka gefur gyðjumynd, dveljist sem lengst.
En veturinn er í skáldsins augum ófreskja, sem kemur öllu,
lifandi og dauðu, til að skelfast sig og veldissprota sinn, unz
himinninn loks brosir og skrimslið flýr inn í helli undir
Heklufjalli. Menn heri lýsingu Blakes á vetrinum saman við
kvæði Bjama Thorarensens um sama efni! Á kvöldstjömuna