Skírnir - 01.01.1958, Page 191
Skírnir
William Blake tvö hundruð ára
187
lítur skáldið sem vemdarengil, er það biður að veita elskend-
um blessun sína og hjörðinni vemd gegn villidýrum. Morg-
unninn er í augum þess heilög mær, klædd Ijósum hjúpi, en
nógu máttug til að opna himins hlið og dreifa hunangsdögg
yfir þyrsta jörð.
Á sama hátt klæðir skáldið hugmyndir sínar í persónugervi.
Ást og samræmi vefja allt örmum líkt og umhyggjusamir for-
eldrar. Gleðin situr á trjánum í fuglslíki. Dygð og sakleysi
hríslast sem lækir við fætur mannanna. Skógurinn er alls-
herjar söngva sveit. f sál skáldsins em þó veðrin mörg. Þar
skiptast á skuggi og birta, ofurhugur og auðmýkt, en um fram
allt þrá, tignun og tilbeiðsla, söknuður, sorg og ást, sem em
líftaugar fyrstu kvæða Blakes.
Athyglisverðara er þó, að í þessu æskuverki skáldsins em
frumdrög að sumum sterkustu þáttunum í verkum þess síðar
á ævinni. Á ég þar m. a. við barnakvæðið Blindingsleik, er
telja má nokkurs konar forspil hörpuleikarans að Söngvum
sakleysisins, einhverjum sérstæðustu barnaljóðum, sem ort
hafa verið, kvæðið Gwin Noregskonung og leikritið Játvarð
konung þriÖja. Kvæðið Gwin og leikritið Játvarður fjalla um
sigurvinninga og undirokun, en Blake var svarinn andstæð-
ingur styrjalda, kúgunar og haturs, sem af þeim leiðir. Hvergi
kemur þetta þó ljósar fram í fám orðum en í innganginum
að Jóni konungi, sem var einn þáttur þessarar fyrstu bókar
skáldsins. Þar segir svo m. a.:
„Gamlir feður gyrða sig sverði og búast í stríð. Brjóstmylk-
ingur lifir til að deyja í orrustu; grátandi móðir fæðir hann
til slátrunar. Heimilisfaðirinn yfirgefur þroskað korn á akri ...
Ó, megi England brosa á ný, rétta út friðarhönd sína og lyfta
gullnu höfði sínu fagnandi! Borgarar þess skulu þyrpast gegn-
um hliðin, sjóliðar syngja á hafinu og mannfjöldinn fylla
kirkjurnar! Synir þess skulu gleðjast sem á morgni, dætur þess
fagna vorinu með söng!“
1 þessari fyrstu bók Blakes eins og í fleiri verkum hans
skiptast á ljóð, rímuð og órímuð, og óbundið mál með fagra
hrynjandi. Minna leikritaskáldin John Millington Synge og
Jóhann Sigurjónsson sums staðar á Blake, þó að hver þeirra