Skírnir - 01.01.1958, Side 192
188
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
hafi sinn sérstaka stíl og lífsviðhorf séu ólík. Um það skal
ekki dæmt, hvort Synge og Jóhann hafi orðið fyrir áhrifum
af Blake, en ómögulegt er það ekki, a. m. k. hvað Synge við-
víkur. Sérstaklega sótti þessi hugsun að mér við lestur leik-
ritsins um Játvarð 3., sem ber blæ af Shakespeare. Þar lætur
Blake persónur sínar tala líkingafullt spekimál. Svo gerði og
Jóhann, þótt almúgafólk væri. En leikhetjur Blakes eru raun-
ar æðri stéttar.
Aðeins þessi fyrsta bók Blakes kom út á prenti, svo að vitað
sé með vissu. Önnur bók hans, Stjórnarbyltingin franska,
fyrsti kafli af sjö, var að vísu prentuð líka með venjulegu
móti, en vafamál er, að hún raunverulega hafi komið út. Aðr-
ar bækur sínar „prentaði“ Blake sjálfur á þann hátt, sem nú
skal greina. Hann ritaði spegilskrift á eirplötur og prýddi
hverja síðu myndum. Allt er fagurlega ritað. Líklega hefur
Blake skrifað og teiknað með bleki, sem þoldi sýru. Þegar
hann hafði lokið við að teikna og skrifa á plötuna, sem hon-
um líkaði, baðaði hann hana í saltpéturssýru, sem eyddi af
plötunni, nema hvað teikningamar og letrið hélzt upphækkað.
Síðan þurrkaði hann plötuna og bar blek á letur og myndir
og þrýsti loks pappírsblaði á hana. Þar með var fengin ein
bókar blaðsíða. Tvö af frægustu ritum Blakes, Söngvar sak-
leysisins og LjóS lífsreynslunnar, voru prentuð á þennan hátt
með rauðu letri. Eftir prentunina myndskreyttu þau Blake og
kona hans bækurnar með fögmm vatnslitum, hvert eintak
með sérstöku móti. Aðeins 20 eintök eru nú til af fyrstu út-
gáfum þessara bóka og engin tvö eintök nákvæmlega eins.
Margir telja SÖngva sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar
ágætustu ritverk Blakes. Sérstaklega eru bamaljóðin braut-
ryðjendaverk. Með fágætum einfaldleik og fegurð lýsir skáld-
ið hugmyndaheimi bamsins, skoðunum þess á lífinu, undmn
og áhyggjuleysi, sorg og vonbrigðum. Snilldarlega er túlkuð
barnsleg gleði, frelsislöngun og leikþrá; ófölskvuð er bjartsýni
skáldsins og trú á sigur góðafla tilverunnar, þar sem sá sterki
vemdar þann veika, en situr ekki yfir hlut hans: Skáldið læt-
ur skynugt bam með sannfæringarkrafti, sem aðeins börnum
er gefinn, leiða málleysingjann í allan sannleika um sköpun