Skírnir - 01.01.1958, Síða 193
Skímir
William Blake tvö hundruð ára
189
sína (LambiS), englana og konung dýranna í sameiningu
vernda hreiður og hjarðir (Nótt) og barnfóstruna sem aðra,
er forsjá ungviðis annast, sýna leikþrá bamanna eigi síður en
hvíldarþörf þeirra skilning (Vöggusöngur, 1 hljómskáladal,
BarnfóstruljóS). Kynþáttafordómar víkja fyrir sam-mannleg-
um skilningi: Svertingjadrengur Afríku og hvíti hróðir hans
í Englandi verða vinir af djúpri þörf (Litli blökkumaSurinn).
Og lifandi guðsdýrkun birtist á hinn fegursta hátt (Uppstign-
ingardagur). Þá er þessi ljóð vom ort, virðist Blake hafa trú-
að því, að skin ástar og umhyggju í tilverunni væri svo bjart,
að sorg og önnur þjáning væru aðeins stundleg fyrirbrigði,
eins og þegar ský dregur snöggvast fyrir sól á heiðum himni.
1 eldmóði þeirrar bjartsýni, er stjómarbyltingin franska
1789 gaf Blake, orti hann, prentaði og myndskreytti sjálfur
Söngva sakleysisins. Ljóð þessi eru kristileg í anda og ort undir
áhrifum frá Rousseau. Kristur er tilbeðinn sem barn, félagi
hinna göfugu, en einföldu dýra.
Árin, sem liðu, frá því að Blake reisti sér óbrotgjarnan
minnisvarða með Söngvum sakleysisins stjórnarbyltingarárið,
þar til annar hátindur verka hans, Ljóð lífsreynslunnar, reis
frá jafnsléttunni 1794, urðu Blake örlagarík. Þá gerbreyttist
viðhorf hans til lífs og listar. Stjórnarbyltingin franska naut
stuðnings og samúðar frelsisvina í Englandi fyrst í stað, eins
og Englendingar höfðu áður sýnt amerísku byltingunni samúð
og velvild. En fljótlega hættu áhrifamiklir landar Blakes að
veita uppreisnarmönnum í Frakklandi fulltingi, skáru jafnvel
upp herör gegn þessari hreyfingu undir forystu Edmund Bur-
kes, sem á sínum tíma hafði ósleitilega tekið málstað byltingar-
manna í Ameríku. Blake hélt áfram að styðja frönsku bylt-
inguna af heilum hug. Brigð fólksins við málstað frelsisins
urðu honum sár vonsvik og fylltu sál hans beiskju. Af rótum
þess biturleika em Ljóð lífsreynslunnar sprottin.
Breytinguna stig af stigi má rekja í næstu verkum Blakes,
einkum Bókinni um Thel. Fyrri hluti hennar er ortur í sama
anda og Söngvar sakleysisins. Unga stúlkan Thel kveinar út
af fánýti lífsins og því, að dauðinn sé endir alls, blóm springi
út til að fölna von bráðar, böm fæðist aðeins til að brosa og