Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 195
Skírnir
William Blake tvö hundruð éra
191
miklu langlífari en órímuð kvæði hans yfirleitt, eins og reynsl-
an virðist sanna um fleiri skáld. En Stjórnarbyltingin sýnir
vel ást Blakes á frelsinu. 1 henni er dregin upp fögur mynd
framtíðarríkis. Og hún bendir til þeirrar þróunar, er síðar
verður með glæsihrag.
LjöS lífsreynslunnar eru alger mótsetning Söngva sakleysis-
ins. Athyglisvert er, að ýmis kvæði í báðum bókunum bera
sömu heiti: Barnfóstruljöð, Uppstigningardagur, Sótaradreng-
urinn, Lítil stúlka og drengur týnd og fundin, GuSleg mynd.
Ef þau eru borin saman, koma í ljós andstæð viðhorf í seinni
kvæðunum. Hið sama verður uppi á teningnum, séu kvæðin
LambiS í Söngvum sakleysisins og TígrisdýriS i Ljóðum lífs-
reynslunnar tekin til meðferðar. 1 stað bamslegrar gleði,
áhyggjuleysis og trúnaðartrausts hefur rótfestst í sál skáldsins
þjáning, geigur og tortryggni líkt og eiturtréð, sem Blake yrkir
um snilldarlegt ljóð. Það spratt upp af sæði fjandskaparins.
Höfundur Ljóða lífsreynslunnar er djúpt særður af þeirri
grimmd, sem ríkir í mannlegu samfélagi. Hvers konar mis-
kunnarleysi veldur honum kvöl, allt frá drápi skordýrs (Flug-
an) til frelsisskerðinga, sem lýsa sér í því að loka börn innan
skólaveggja í sumarhlíðu (Skóladrengurinn) og selja þau man-
sali, eins og foreldrar gerðu í Englandi á dögum Blakes (Sót-
arinn), þó að ekki sé talað um undirokun þjóða og blóðböð
styrjalda. f sumum kvæðunum er hörð heimsádeila, svo sem
Lundúnaborg, í öðrum beinskeytt hæðni til klerka ogkirkju. Sjá
Flakkarann litla. Þó að ljón og tígrisdýr séu ægileg, taka þau
í vernd sína litlu stúlkuna, sem týndist: Litla stúlkan fundin.
Foreldrarnir finna hana aftur hjá villidýrunum. Siðan lifa
þau öll í friði með þeim, eins og átti sér stað í árdaga. Þetta
og önnur dæmigerð ljóð skáldsins má efalaust skýra á fleiri
en einn veg. Samt fæ ég ekki varizt þeirri hugsun, að fyrir
Blake hafi vakað meira traust á miskunnsemi og umhyggju
dýra merkurinnar munaðarleysingjum til handa en jafnvel
foreldra í mannheimum fyrir afkvæmi sínu.
Blake hafði glatað trausti sínu á mönnunum. Fátækt sú
og neyð, sem ríkti kringum 1790, gekk honum til hjarta. Vinir
hans ákváðu þá að losa hann undan áhrifavaldi og þunga