Skírnir - 01.01.1958, Side 196
192
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
borgarlífsins í Lundúnum. Þeir hugðu, að skáldgáfa hans fengi
eigi þroskazt þar, heldur þyrfti fuglinn að njóta frelsis. Og
Blake var fengið starf hjá frjálslyndu skáldi, sem hét William
Havley og bjó að Felpham í Sussex, 64 mílur vegar frá Lun-
dúnum. BLake reyndi að laga sig þar eftir aðstæðunum. En
hann felldi sig hvorki við starfið né félagana. Dvöl hans í
Felpham lauk með árás á hermann. Og Blake var ákærður
fyrir uppreisn.
Um svipað leyti og Blake orti Ljóð lífsreynslunnar, en þó
einkum seinna, samdi hann ýmis lengri rit, að mestu órímuð
kvæði, dulúðug og torskilin, sem nefnd hafa verið spádóms-
bækur hans og minna að sumu leyti á véfréttir eða goðsvör,
þrungin beiskri ásökun í garð áhrifamanna samtíðarinnar.
Loftið á hugarhimni skáldsins er þungbúið og allra veðra
von, enda lætur Blake reiðarþrumur og haglél dynja yfir ráð-
andi stofnanir: herráð, ríkisstjórnir og kirkjur fyrir grimmd,
fláttskap og hræsni. 1 Vitrunum dœtra Albions, fyrstu spá-
dómsbókinni, ávarpar skáldið Urizen, skaparann, á þessa leið:
„0, Urizen, skapari manna! Gleði þín eru tár, erfiði þitt að
skapa mennina í þinni mynd unnið fyrir gýg. Hvemig má
ein gleði svelgja aðra? Er ekki öll gleði heilög, eilíf? Og gleðin
er kærleikur.“ Spádómskvæðin Ameríka og Evrópa em frelsis-
og friðarboðskapur skáldsins, að sumu vafinn seiðkenndri dul,
sem afhjúpast stundum fagurlega: „Leyfið verksmiðjuþræl-
unum að hlaupa út á engið; leyfið þeim að horfa til himins
og hlæja í sólskininu; léttið myrkri og kviða af fjötruðum
manni, sem ekki hefur brosað í 30 ár; fangelsið er opið; losið
konu og böm við svipu kúgarans. Þau líta við í hverju spori,
halda, að þetta sé draumur og syngja: „Sólin hefur brotizt
fram úr skýjum, og morgunninn er bjartur; og tunglið fagn-
ar á heiðskírri nótt, því að heimsveldinu er lokið; og nú munu
ljón og úlfar hætta ránum.“ “ Svo segir m. a. í Ameríku, sem
fjallar um árekstrana milli kúgara og kúgaðra, en um fram
allt orsakir meinsins, þótt víða sé óljóst að orði kveðið. Þama
nefnir skáldið t. d. dauðan lagabókstafinn „stein næturinnar",
því að hann stendur i vegi fyrir frekari þróun
í inngangsorðum að Evrópu segir Blake, að blómálfur, sem