Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 197
Skímir
William Blake tvö hundruð éra
193
hann sá í túlípablómi, hafi lesið fyrir sér ljóðið gegn því, að
skáldið gæfi honum kærleikshugsanir til viðurværis og bjart-
an skáldamjöð að bergja öðru hvoru. Kvæðið er því blómálfa-
ættar, og er Blake með þessu að henda á læknislyfin við vonzku
og villu evrópskrar menningar, sem hann telur stafa af slægð,
blekkingu og misskilningi: Albion, sem hann talar oft um og
á með því orði við hinn eilífa mann, hvern einstakling og
heild, hefur brugðizt sinni guðlegu köllun. Bókin um Urizen
— en svo nefndi Blake hinn skapandi anda — er að mínum
dómi eins konar myndunarsaga heimsins, eins og reyndar
lífið og atburðirnir eru jafnan, í smáu og stóru, einstaklings
líf og þjóða þróun, að afstöðnum og samfara byltingum í
ríki náttúrunnar. Þetta kvæði minnir á Völuspá, umbrot og
sviptingar, en yfir og hak við býr tigið heiði. 1 tengslum við
Urizen er kvæðið um Los, sem lýsir geigvænlegri öfugþróun
og óskapnaði, unz mannleg blekking er fullkomnuð, ef svo
má segja. Afleiðing grimmdar, sjálfselsku og afbrýðisemi er
sú m. a., að sál Urizens, sem skáldið nefnir Ahaníu, er frá
honum skilin og send í útlegð. Segir frá því í kvæðinu um
hana.
Nátengd Ahaníu er Vala, sem Blake nefndi einnig Dýrin
fjögur og orti að mestu i Felpham. Síðara heitið vísar til efn-
isins: „Fjögur voldug öfl eru í hverjmn manni“, segir i upp-
hafi kvæðisins, andstæður, sem takast stöðugt á innbyrðis,
keppa sín á milli, og veitir ýmsum betur. Hvert afl er per-
sónugert sem sjálfstæð lífvera. Blake gefur þeim öllum nöfn:
Los táknar ímyndunaraflið, Urizen hugsunina, Tharmas
ástríðurnar, Luvah tilfinningarnar. Fagrar sýnir og sorgleg
atriði skiptast á í þessu dulmagnaða kvæði, sem hér verður
eigi útskýrt. Aðeins skal bent á frábæra ímyndunarauðlegð
þess og ríku andstæður. Upphaflega heitið, Vala, táknar ástríð-
urnar, hina myrku hlið mannlífsins, undirdjúpin — í mót-
setningu við Jerúsalem, er síðar verður sagt frá. Vala og Jerú-
salem eru af sömu rót. Markmiðið er, að þær, eins og önnur
andstæð öfl mannlifsins og tilverunnar, nái að sættast, svo
sem Himinn og Hel. Og í þessa átt miðar, ef ég skil höfund-
inn rétt. 1 upphafi kvæðis segir: „Einu sinni voru börn alin
13