Skírnir - 01.01.1958, Síða 198
194
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
á mjólk; hvers vegna eru þau nú fædd á blóði? ... Hrafn
eigrar í valnum allar nætur og hæðir þá særðu, er stynja á
vígvellinum.“ En eftir ákærur og dómsdag rís iðjagræn jörð
úr ægi sorgar og styrjalda: ríki friðarins. Villidýrin láta Völu
hollustu í té. Þrælar öðlast frelsi. Ljón og tígrisdýr eru slegin
geig. Ránfuglar flýja í norðurátt. Geislar árroðans boða fagr-
an morgun. Raddir hins skapandi söngvamáttar hljóma í dýr-
legu samræmi. Vala gerist verndari sauða, sem eru bræður
hennar; hún er systir fuglanna, sem prýða loftið.
Eins og áður er sagt, birtust vitranir þær, sem Blake fékk
frá englum, spámönnum Gamla testamentisins og Sweden-
borg hinum sænska í Brúðkaupi Himins og Heljar. Þar og
víðar gerði hann um svipað leyti tilraun til að brjóta af sér
fjötra ríkis og kirkju. Eftir komuna til Lundúna frá Felpham
ritaði Blake tvö lengri spámannleg rit, Milton og Jerúsalem,
þar sem byltingarhugur skáldsins tekur á sig algerlega trúræn-
an búning. Um þessi verk hefur verið sagt, að Blake sameinaði
í þeim kristindóm og dulhyggju. En fleira er þar að finna.
Lítum fyrst á Milton, sem hefur ef til vill að geyma mest
af reynslu skáldsins meðal spádómsbókanna. Blake lætur Mil-
ton skáld koma aftur til jarðarinnar og sannfærast um, að
hann verði að yfirbuga harðstjómareðlið í sál sinni, láta eigin-
girni sína lúta í lægra haldi, lægja drambið. Byltingaeldur
skáldsins hefur eigi fölskvazt. Ljóðaflokkurinn hefst á for-
mála, sem að öðrum þræði er hörð ásökun í garð leiðandi
manna fortíðar og samtímans fyrir sjúklega þjónustu við hern-
aðaranda Grikkja og Rómverja, en hins vegar áskorun til æsk-
unnar þess efnis að berjast gegn leiguþýjum striðsstefnunnar.
Hann eggjar listamenn lögeggjan að ganga undir merki Krists.
Á eftir formálanum kemur eitt ódauðlegasta smákvæði
Blakes, Jerúsalem, innblásið dýrlegri opinberun, fágæt, ljóð-
ræn perla. En svo skiptir um svið. Líkt og eldibröndum
slöngvar Blake tundurskeytum sínum að Satani sjálfum, full-
trúa peningavalds, stóriðju og kúgunar, sem gaf sjálfum sér
guðs nafn og lét aðra tilbiðja sig. Óhugnanlegar myndir sýnir
skáldið oss: Umhverfis vínverksmiðjurnar, sem einnig eru
reknar í gróðaskyni, dansa kóngulær, engisprettur og annað