Skírnir - 01.01.1958, Page 199
Skírnir
William Blake tvö hundruð ára
195
ófjeti, en þistlar og netlur þrífast í skjóli þeirra, undirrót ólifn-
aðar og lasta. Gegn drambi, ágirnd og grimmd teflir skáldið
heilsulindum lífsins til að lækna allt sjúkt og rotið hjá kirkju
og stjórn, í listum og vísindum. En þessar lindir eru mikil-
leiki innblásturs og ímyndunarafls, vermt af heilagri trú. Öfl
þau geta sigrað eitursnák efa, háðs og öfundar í brjóstum
þeirra, sem stöðugt eru að svíkja góðan málstað. Fegurðarþrá
allra svalar dýrðaróður næturgala, maríuerlu og þrastar. Ljúf
angan berst að vitum. Yndisleg vordís opnar ótal augu hvít-
þymisins. Hvert tré, blóm og gras fyllir loftið með dansi.
Mennirnir em sjúkir af ást. Lífinu fylgir þroskavænleg ábyrgð.
Kynslóðirnar berast burt með straumi tímans, en skilja eftir
svipleiftur, sem vara um eilífð.
Varla lýsa aðrar bækur jafnstórar höfundi sínum betur en
Jerúsalem William Blake. Hvergi birtist trúarskoðun hans
og heimspeki betur né viðhorf til lífs og listar, vinnubrögð
skáldsins, eldmóður, dirfska, imyndunarafl og viðtökunæmi
andans, er kalla mætti svo. Blake segir bemm orðum í upp-
hafi bókarinnar, sem er ávarp til lesenda, að guð sjálfur hafi
lesið sér fyrir þessi ljóð með þrumum, birt þau í eldingum;
jafnvel úr djúpum Heljar hafi rödd Drottins borizt til eyrna
skáldsins, sem einungis skrásetji af trúmennsku boðskap hins
hæsta. „Vér, sem dveljumst á jörðinni, gerum ekkert af eigin
rammleik, heldur er oss stjórnað af öndum, jafnt í vöku og
svefni“, segir BLake.
Áður var getið um þann orðastað, sem Blake taldi sig eiga
við engla og spámenn (Milton). Oft leggur hann dýrum orð
í munn, eigi aðeins þeim æðri, heldur og skorkvikindum; sjá
Draum í Söngvum sakleysisins. Leir og bergtegundir fá mál:
Kökkurinn og steinninn í Ljóðum lífsreynslunnar. f augum
Blakes er jörðin kvik, svo sem Snorri komst að orði: Jarðar
svar. Blake liafði það sameiginlegt með Sveini Pálssyni, er
Bjarni Thorarensen kvað um, að „hann átti sér álfaslot hverj-
um í hamri og hægindi í skýjum“. Til þess að veita viðtöku
röddum frá Alvaldinu, sem Lao tse nefndi svo, fór Blake oft
einförum um skóga og eyðistaði. Einhverju sinni, þegar Blake
var í þessu sjálfgleymisástandi, varð konu hans að orði: „Ég sé