Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 200
196
Þóroddur Guðmundsson
Skirnir
ekki Mr. Blake nema endrum og eins. Hann er alltaf í Paradís.“
En víkjum aftur að Jerúsalem. Sú spádómsbók hefur orðið
þeim, er þetta ritar, drýgst til skilnings á Blake. Hún hefur
eigi aðeins að geyma kjarnann i trúardulspeki skáldsins, held-
ur líka skýringu þess á uppruna listarinnar, og er um leið
lykill að fleiri launhólfum. Þar lýsir Blake viðhorfi sínu til
ríms og hrynjandi á þá leið, að við hvorugt hafi hann viljað
binda sig um of, heldur kosið tilbrigði hljóðfalls og atkvæða
í hverri línu, hverjum staf og hverju orði sé fundinn þar
staður, sem við á, en óbundið mál viðhaft á óæðri stöðum.
Þetta er nauðsynlegt að hafa hugfast til þess að geta metið
Blake réttilega. Styrkur hans var ekki fólginn í háttbundnu
rími, heldur m. a. frjálsri meðferð og hrynjandi, án tillits til
atkvæðafjölda, söngvinni mýkt, dulúð og innblásnum krafti
sjáandans.
Hafi Blake verið óhlífinn við höfðingja þessa heims, þegar
hann orti Milton, var þeim ekki fremur sýnd miskunn í Jerú-
salem. Áður beindi hann einkum geiri sínum gegn hervaldi
og vélum. Nú skyggnist hann dýpra, horfir hærra og ræðst
á þá, sem fundu upp vefstólinn, vatnshjólið og vélarnar, frum-
orsök iðnbyltingarinnar, bölvaldsins mikla. Fær eðlisfræðing-
urinn Newton drjúgan skerf af þeim ásökunum. En þung-
orðastur er hann í garð riddara andans. Mestu leiðtogar 18.
aldar, Voltaire og Rousseau, verða fyrir harðri gagnrýni af
Blake. „Voltaire! Rousseau! að yður beini ég þeirri ásökun,
að þér séuð Farísear og hræsnarar. Þér eruð alltaf að tala
um dygðir mannshjartans, sérstaklega yðar sjálfra, svo að
þér getið ásakað aðra, einkum þá trúuðu . . . Rousseau taldi,
að mennimir væru góðir í eðli sinu, en sannfærðist um, að
þeir væru vondir og eignaðist enga vini. Vinátta getur ekki
haldizt án stöðugrar syndafyrirgefningar. Bókin, sem Rousseau
skrifaði og nefnist Játningar, er afsökunarhjúpur synda hans,
en engin játning. Þér ásakið fátæka munka og trúað fólk
fyrir að koma styrjöldum af stað, en sýknið Alexander og
Cæsar, Friðrik og Loðvík konunga og smjaðrið fyrir þeim,
sem kveikja styrjaldarbálin og halda þeim við. En kristin-
dómurinn og pislarvættið geta ekki orsakað styrjaldir . . . Þeir,