Skírnir - 01.01.1958, Page 202
198
Þóroddur Guðmundsson
Skirnir
er Víti sjálft. En synir og dætur Albions hafa brugðizt hlut-
verki sínu, svikið Jerúsalem og bundizt Babylon. Því hafa þau
bakað sér reiði Guðs og skáldsins, því að það bergmálar Drott-
ins raust.
Hvernig vill þá Blake koma í veg fyrir styrjaldarbölið? Svar
við þeirri spurningu er að finna í kvæði, sem heitir Grá-
munkurinn og ég hef lesið í þrem gerðum frá mismunandi
tímum. Sést af því, að Blake hefur verið það næsta hugstætt,
og má telja öruggt, að skáldið leggi munkinum sínar skoð-
anir í munn: Sverðið og boginn geta aldrei sigrazt á stríði.
Bæn munksins og tár ekkjunnar eru þess ein megnug að sigra
óttann. Þau skulu bræða stál sverðsins, og undir þær, sem það
hefur valdið, munu læknast; því að tárið er andlegt afl. And-
varpið er sverð englakonungsins og sárar stunur píslarvotta
örvar frá boga almáttugs guðs. Sjálfsagt mun einhver segja,
að kenning þessi sé nógu fögur, en óraunhæf og barnaleg. En
því má svara: Þeir sem ekki verða eins og börn, munu aldrei
í guðs ríki koma.
Þessi er þá annar aðalþátturinn í kenningum Blakes. Hann
er mjúkur eins og silki. En hinn meginstrengur kenninga hans
var harður sem stál. Mér finnst eiga vel við Blake sjálfan
það, sem hann segir um Krist í kvæðinu GuðspjalliS eilífa:
Hann var auðmjúkur gagnvart guði, en þóttafullur við menn,
því að guð óskar þess ekki, að maðurinn auðmýki sjálfan sig
— og í öðru lagi: Kristur sýndi trúmennsku í störfum og sig-
urfögnuð í þótta sínum, það olli dauða hans. Barnsleg auð-
mýkt Blakes gagnvart máttarvöldum andans annars vegar og
fádæma einurð hans að segja samtíð sinni til syndanna á hinn
bóginn ollu því, að hann var í lifanda lífi af sumum talinn
vitskertur, enda þeirri flugu komið inn hjá fólki á hinn lævís-
asta hátt, því að margan sveið undan refsivendi skáldsins og
hataði það. Vegna þessa og eins sökum hins, að fæst verka
Blakes komu út, meðan hann var lífs — Vala t. d. fyrst meir
en öld eftir að hún var ort —, var hann furðulega lítið kunn-
ur hjá samtíð sinni. Burns, þjóðskáld Skota, og lárviðarskáldið
Wordsworth vissu naumast, að Blake væri til. Hann var þeim
þó eldri að árum. Þegar Blake var orðinn hálfsextugur, heyrði