Skírnir - 01.01.1958, Side 205
Skírnir
William Blake tvö hundruð ára
199
Wordsworth eitt sinn lesin nokkur kvæði eftir þennan skáld-
bróður sinn og fannst svo mikið til þeirra koma, að hann sagði:
„Þau eru tvimælalaust ort af brjáluðum snillingi." En hann
bætti við: „í þessu brjálæði felst eitthvað, sem heillar mig
meir en andleg heilbrigði þeirra Byrons lávarðar og Walters
Scotts.“ Blake varð ekki frægur fyrr en aldarfjórðungi eftir
dauða sinn. Þá vöktu skáldin Bosetti og Swinehume athygli
á ritum hans.
Um málverk og teikningar Blakes var líka hljótt lengi vel,
þar til á þessari öld, að myndir hans hafa vakið mikla aðdáun
og Blake hlotið viðurkenningu sem mikill myndlistarmaður.
Eliot skýrði aðfinnslur þær og jafnvel lítilsvirðingu, sem þessi
verk Blakes urðu fyrir, þannig, að þær stöfuðu af óhugnan-
leik snilldarinnar á þeim. Þegar Georg III. vom sýndar
myndir eftir Blake, hrópaði hann: „Farið burt með þær!“ Á
sviði myndlistar eigi síður en skáldskaparins hefur Blake ver-
ið langt á undan samtíð sinni og á meira skylt við nútíma-
málara í hugrænni túlkun en listamenn um aldamótin 1800.
William Blake virðist hafa fæðzt undir furðulegri örlaga-
stjömu, sem fyrst varpar ljóma á lifsverk hans eftir dauðann,
eins og fjarlægð þessarar stjörnu frá jörð væri tugir eða
hundmð ljósára. Á þetta ekki siður við myndlistarmanninn
en skáldið Blake. Við hleypidóma og heimsku samtíðar Blakes
og kynslóðanna á eftir honum, sem stóðu frægð hans mjög
fyrir þrifum, bætist sú furðulega kaldhæðni, að eitt ágætasta
málverk Blakes, mikið snilldarverk, lá gleymt og grafið í rusli,
frá því að hann gerði það 1821, unz það fannst í Arlington
í Devon 1948. Þetta er vatnslitamynd, máluð á þykkan pappír,
þegar Blake var rúmlega sextugur, mjög fullkomin að allri
gerð og næsta táknræn fyrir hann, sýnir kjarna og þunga-
miðju listar hans, sem var endurfœSing mannsins. Málverk
þetta, sem var í gylltum ramma undir gleri, vafið í Times-
blað, prentað 11. jan. 1820, þegar það kom í leitirnar, er því
sama efnis og t. a. m. Jerúsalem, víðfeðmasta bókmenntaverk
Blakes. Að dómi hans er endurfæðingin skilyrði þess, að lík-
ami mannsins nái sættum við sálina, en það er nauðsynlegt
til samræmis í lífinu.