Skírnir - 01.01.1958, Síða 206
200
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
Of langt yrði að lýsa til hlítar þessu málverki, sem ég hef
aðeins séð ljósmyndir af. En við nákvæma skoðun þeirra er
augljóst, að myndin er ávöxtur djúprar innri reynslu og túlk-
ar fullþroskað lífsviðhorf listamannsins með þeim fágætum,
að fram hjá henni verður nú eigi gengið athugunarlaust.
Furðulega mörgu hefur málarinn kornið fyrir á mynd þess-
ari, sem er aðeins 16X19% þuml. að stærð. Þar er sýnt skýj-
að loft, ólgandi haf og land, viði vaxið. Á miðri myndinni
við sjóinn stendur björt kona í þunnri blæju. Réttir hún aðra
hönd sína í áttina til rauðklædds manns, er krýpur við hlið
hennar, en með hinni bendir hún til himins. Á himni eru
hestar spenntir fyrir skrautvagn, og gæta nokkrar konur þeirra.
I vagninum situr maður, vafinn dýrðarljóma, en kringum
vagninn eru fleiri konur með hljóðfæri. Undir vagni himins-
ins er annar vagn á hafinu, dreginn af 4 hestum, sem nakin
kona knýr áfram, en í sjónum við hlið hestanna mæta þess-
um vagni maður og kona, þegar hann nálgast.
Hægra megin á myndinni rís úr hafi klettaströnd, sem
stendur i ljósum loga, og teygja æstar eldtungur sig að rótum
trjánna. Lítið eitt hærra er hópur spunakvenna og vefara.
Sumar þeirra eru með garn, aðrar handleika skyttu, en nokkr-
ar hafa reipi, hundið í net. Neðar sést kona með fötu í hendi.
Hærra uppi, í laufskála eða lundi, eru vængjaðar verur, sem
bera ker á höfði sér. Um framsvið myndarinnar til hægri fell-
ur á með dökku vatni til sjávar. f honum neðst hægra megin
er tunna, og hvílir á henni kona eða dís, hálf í vatni. Vinstra
megin, neðst, er hópur fólks, einnig ofan á keraldi, og virð-
ist fólkið engjast af kvöl. Þetta fólk er femt, þrjár konur og
einn karl, hefur hann hom og heldur í reipishönk með hægri
hendi. Konumar snerta einnig reipið, og er ein þeirra að skera
það sundur, þar sem áin rennur í sjóinn.
Umgerð hægri hluta myndarinnar skapast af fjómm trjám.
1 fjarlægð á ströndinni sést musteri, en hærra árguðir og
gyðjur neðan við lundinn.
Málverk þetta er fágætlega auðugt af andstæðum. Á það
eigi aðeins við ríki náttúrunnar, heldur og fólkið, er málar-
inn lýsir með svip og athöfnum. Ölga sjávar og sefa skiptist