Skírnir - 01.01.1958, Side 207
Skímir
William Blake tvö hundruð ára
201
á við svefn og kyrrð. Skuggar og ógnir undir niðri magna
áhrif Ijóss og lita. Myndin er eins og áhrifamikill sjónleikur
með ríku mótvægi alls: Knékrjúpandi maður á sjávarströnd
réttir út hendur og reynir að kyrra brimið, tákn hamfara
náttúrunnar og í sál mannsins. Yfir hlundar andans máttur,
albúinn þess að vakna, og hinir ágætu hestar bíða eftir bend-
ingu, unz þeir þjóta af stað. Ámóta tvíleikur fer fram milli
g3rðjunnar, sem stýrir sævagninum og er persónugervingur
ástríðnanna, og hinnar hjörtu dísar á ströndinni. Svo sem
maðurinn á ströndinni vekur ekilinn í vagni skýjanna með
ákalli sínu, þannig dregur landdísin að sér kraft sjávargyðj-
unnar, sem endurspeglar árekstra, ógnir og andstæður í hug
mannsins. En við endurfæðingu verður þessi sálarmynd hrein.
Hana nefnir Blake Jerúsalem.
Þannig má draga eina líkingu af annarri út úr þessu mál-
verki. Aðeins tvær verða teknar til viðbótar: eldarnir þrír og
trén. Eldarnir eru í mismunandi hæð. Sá neðsti gæti táknað
Vítiseld, annar bál lifsorkunnar. Móses leit þann eld í runn-
inum, sem eyddist ekki. Swedenborg sá hann líka og svo
Goethe. Sá eldur logar í II. þætti Fausts. Og þetta var vitrana
eldur Blakes. Efst ljóma geislar á himni umhverfis vagninn:
eldur sálarorku og endurlausnar úr viðjum efnis- og einstak-
lingshyggju. — Trén f jögur sameina himin og jörð. Blöð þeirra
eru þó nátengdari himninum en ræturnar jörðinni. Þau vaxa
niður frá himni, en ekki upp úr jörð, líkt og Askur Yggdrasils
eða tréð í goðafræði Búddhatrúarmanna. Ljósið að ofan og
myrkrið neðan frá eru hliðstæð hugtök. öfl þau skyldu eigi
verða sundurskilin, heldur samræmd í æðri eining, líkt og
þegar Jerúsalem, ímynd ljóssins, upphefur Völu, tákn myrk-
ursins, og helgar hana. Fegursta túlkun þessa bandalags lík-
ama mannsins við æðri vitund hans sýnir Blake með mynd
af lótusblómi í II. kafla Jerúsalem: 1 krónu þessarar helgu
jurtar, sem vex upp úr dimmu djúpi, sitja tvær mannverur
óaðskiljanlegar. Þær eru ímynd fullkomins sáttmála um frið
milli sundurleitustu afla, sjálft þúsund ára rikið, endurfæðing.
Andinn hefur sætzt við efnið.
Blake sá líkingu alls, er skynjað verður á venjulegan hátt,