Skírnir - 01.01.1958, Page 208
202
Þóroddur Guðmundsson
Skirnir
einnig í æðri veröld. Hann fullyrti, að sólin ætti sér andlega
mynd auk þeirrar, sem allir sjá. Og þessi andans mynd sólar-
innar var honum enn mikilvægari staðreynd sem tákn og vitr-
un en sú efniskennda sól. 1 Milton talar Blake um tvenns konar
sól, þá ytri og innri, er hann nefnir Los öðru nafni, en Los
er tákn ímyndunarafls og skapandi vitrana. Um þetta er til
vitnisburður í vasabók skáldsins, ritaður eigin hendi. Þar segir
Blake, að sýnilegi heimurinn sé honum aðeins þröskuldur í
vegi, ryk á fótum, þegar sólin rísi, sjái hann ótölulegan skara
himneskra hersveita, er syngi: „Heilagur, heilagur, heilagur
er guð allsherjar.“ Annað vitni um þetta ber vinur Blakes,
sem segir skáldið hafa verið sannfært um að hafa séð andlega
sól á Primrosehæð. Það er einmitt sú sól, sem fegurst roðar
skýin á myndinni, er fannst í Arlington 1948.
Sannleikurinn er sá, að Blake hafði jafnfágætan pensil sem
penna. Báðir voru honum eigi aðeins jafntiltækir, heldur hættu
þeir og hvor annan upp sem miðlunartæki hugmynda hans,
líkt og hvort um sig, ljóð og lag, eykur gildi hins. Hvergi sjást
betur þessi nánu tengsl myndlistar og ljóðs hjá Blake en í
HliSum himinsins, en svo nefnist myndabók og kvæði eftir
hann, samofið hvort öðru þannig, að vissar ljóðlínur tilheyra
hverri mynd. Fjallar hvort tveggja, kvæðið og myndirnar, um
líf mannsins og hvernig hann geti öðlazt það ástand, sem
ýmist er nefnd paradís, fullkomnun eða endurfæðing. Þarna
sameinar Blake ljóð og liti, líkingaauðlegð í tvennum skiln-
ingi. Það er engu líkara en Blake ætti tvö ólík augu, annað
væri opið fyrir því, sem skýrt verður með orðum, hitt skynj-
aði það, er túlka má með táknum mynda. Við ljós vitrana
hans gefur þeim, er les ljóðið og skoðar myndirnar, sýn inn í
tvo heima eða tvær ólíkar víddir, þar sem einir og sömu leynd-
ardómar sjást frá ýmsum hliðum, afhjúpaðir, í allri sinni dýrð.
Flest meiri háttar rit sín prýddi Blake eða jók myndum,
svo sem Söngva sakleysisins, Ljóð lífsreynslunnar og spádóms-
ritin, einkum Evrópu, Ameríku, Milton og Jerúsalem. Ýmsar
mynda hans einkennast af yndisþokka, svo sem teikningin,
er sýnir Litlu stúlkuna fundnu í vemd óargadýra. Aðrar vekja
hrollkenndan geig. Svo er um forsíðumyndina á Evrópu, en