Skírnir - 01.01.1958, Síða 209
Skírnir
William Blake tvö hundruð ára
203
hún er af hringaðri slöngu með gapanda gini og táknar þá
illsku og óhamingju, sem ríkt hefur í Norðurálfu frá Krists
dögum fram á daga listamannsins. 1 Milton er merkileg mynd.
Þar sýnir Blake, hvernig maðurinn varpar útbyrðis af lífs-
fleyinu skugga sínum: eigingimi, harðstjóm og fláttskap.
En Blake klæddi eigi aðeins hugmvndir sjálfs sín í búning
lita og forms. Hann gæddi einnig atburði og hugsanir snill-
inga fyrri alda nýju lífi með pensli sínum. Sérstaklega em
myndir þær, sem hann gerði út af efni Biblíunnar fágætar
að fegurð, ægileik og líkinga auðlegð. Sem dæmi þess, hvílík
uppspretta Biblían var Blake í listrænu tilliti, skulum vér að-
eins líta á eina mynd af tuttugu og einni, sem hann gerði úr
Jobsbók: MartroÖ Jobs. Blake gerir Job að fulltrúa skynsemis-
trúar samtíma síns á Vesturlöndum. Myndin sýnir Job í
svefni. Neðan frá læsa fjötraðar mannverur í hann krumlum.
Þær gætu táknað samvizkuna, rödd hjartans, sem ætti að vera
vinur og verndari, en hefur ávallt verið svæfð. Yfir Job grúf-
ir ægilegur guð siðalögmálsins, umvafinn höggormi. Þessi
guðs mynd er að breytast í djöful. Sést það af því, að hann
er með klofinn hóf á hvorum fæti, en úfið skegg og hár í lokk-
um, sem minna á horn. Hér sýnir Blake illan ávöxt af sæði
kúgunarinnar í sál þess manns, sem bindur sig stranglega við
lagabókstaf og kreddur í hverju formi, sem er. Myndin er
ógnþrungin, líkt og fleiri listaverk Blakes um svipað efni.
Þess konar myndir gæti það hafa verið, sem Georg III. skip-
aði, að teknar skyldu frá augum sér, þegar þær voru sýndar
honum.
Hver, sem af alúð leitar kjarnans í hverju verki Blakes,
verður margs vísari. Líkt og skelin umlykur sandkornið, sem
hefur valdið henni kvöl, og skapar þannig dýrmæta perlu, svo
eru líka mörg fegurstu ljóð og myndir þessa snillings sprottin
af þjáningu. Kveikir þeirra eru sár vonbrigði, allt frá Eitur-
trénu til Grámunksins, sem augljóst er, að speglar dýrkeypta
reynslu, þvi að þrjár mismunandi útgáfur eru til af þessu
kvæði, þá stytztu notar Blake sem formála eins kaflans í Jerú-
salem, löngu eftir að það var ort. En hver er þá niðurstaðan,
aðalkjaminn í kenningu Blakes? Ef ég skil hann rétt, má orða