Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 211
Skímir
William Blake tvö hundruð ára
205
Jesaja í munn: Ég skynja óendanleikann í öllu. Blake gæti
hafa tekið undir með Traherne, sem sagði: Þú nýtur aldrei
lífsins réttilega, fyrr en þú skynjar, hvernig sandkornið birtir
vizku guðs og vald, ekki fyrr en sjórinn flýtur í æðum þínum
og þú ert íklæddur himninum, krýndur stjörnum. Og þá skilst
þér, að þú einn ert erfingi alls heimsins — og meir en það,
því að í honum eru menn, og sérhver þeirra er erfingi hans
eins og þú.
Blake leit svo á, að list og trú væru eitt og þær, ásamt
ímyndunarafli og vitrunum, megininnihald alls æðra lífs.
Flest fólk gæti stundað einhverja list: dráttlist, ljóðagerð,
myndhögg, söng, hljóðfæraslátt, leiklist — og ætti að gera það.
Sjálfur náði hann frábærum árangri í fleiri listgreinum en
ég veit dæmi um nokkurn annan, e. t. v. að undanskildum
Goethe og Leonardo da Vinci. Blake var listaljóðskáld, meist-
ari óbundins máls, álíka snjall málari, teiknari sem eirstungu-
maður. Jafnvel tónlist var honum léð, og hann gerði tré-
skurðarmyndir í skólalesbók eftir Virgil. En seint hlaut hann
viðurkenningu sinnar heitt elskuðu þjóðar. Blake var hafð-
ur að háði og spotti, meðan hann lifði og lengi eftir dauða
sinn. En áhrif hans á seinni kynslóðir hafa farið æ vaxandi,
þar til nú, 200 árum eftir fæðingu hans, hafa menn smám
saman vaknað til meðvitundar um, hvílíkur listamaður, skáld
og sjáandi hann var og hve brýnt erindi hann á við oss, villu-
ráfandi kynslóð í háskasömum heimi. Því til staðfestingar var
afhjúpuð standmynd af Blake í Westminster Abbey, þar sem
hann lærði svo mikið af list sinni, á tveggja alda afmæli hans
28. nóv. s. 1. og eldlegur andi hans loks opinberlega tekinn í
tölu þeirra skálda, er Bretar sýna mestan sóma.
Fáir hafa samræmt betur list sína, lif og þekkingu á samtíð
og fortíð en þessi lítt skólagengni, en hámenntaði snillingur.
Honum voru jafntiltæk verk fyrri tíðar meistara, Biblían og
goðafræðin að sækja tákn til skýringar dulspeki sinni, er var
í ætt við Hávamál Indíalands. En kjaminn var alltaf hugsun
og reynsla Blakes, byggðar á fádæma innsæju skyggni hans
sjálfs. Blake verður ekki skilinn rétt, nema vitað sé, hvað fyr-
ir honum vakir með þeim nöfnum, sem hann notar. Svo að