Skírnir - 01.01.1958, Side 212
206
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
tvö mikilvæg dæmi séu nefnd að lokum, þá eru merkingar
þær, sem Blake leggur í orðin Albion og Los mjög víðtækar.
Albions heitið er eigi aðeins alheimstákn hins eilifa, guðlega
manns, heldur og hlutverk hans, eins og það er leikið af hverj-
um einstaklingi. Líf hvers og eins er hluti af Albion. Sérhver
maður er limur á líkama alheimsverunnar. Þetta minnir á
æðstu lífsskoðun Japana: Shinotoismann, „veg guðanna“, þar
sem gert er ráð fyrir, að veröldin sé samræmd heild og hver
maður beri ábyrgð á gangi hennar að sínu leyti, hagsæld eða
hörmungum.
Los táknar ímyndunaraflið, hugsæi, sköpunarmátt, samein-
ingu, vitranir frá æðri stöðum. I spádómsbókunum, einkum
Jerúsalem, sýnir Blake, hvernig Albion, sá upprunalegi, óspillti
maður, lífsnautnin frjóa, hefur sofnað, dáið, sálrænt séð.
Markmið hans með spádómsbókunum er að benda á, hversu
endurskapa má hugaraflið í tengslum við hjarta og hönd.
Þegar það hefur tekizt, mun Albion vakna likt og ungur guð
í tign sinni.
1 heild minna ritverk og myndir Blakes á voldugan söngleik
eða hljómkviðu með stefjum og viðlögum. Ýmist eru þessi
stef táknræn orð, hendingar eða hugmyndir í ljóði jafnt sem
litum. Tilbrigði eru svo mörg og sambönd óvænt, að þau
verða aldrei einhæf. Ég hef vakið athygli á þessu sérstaklega
í sambandi við Söngva sakleysisins, Ljóð lífsreynslunnar, Grá-
munkinn og fleiri formbundin kvæði Þetta á þó í enn ríkara
mæli við spádómsbækurnar og táknrænar myndir Blakes. Við
lestur og skoðun þessara verka mætirðu Los, Albion, Völu,
Jerúsalem og fleiri hetjum hvað eftir annað; og þú gleðst því
meir sem þið kynnist betur, líkt og stefið í 9. hljómkviðu Beet-
hovens og viðlag Völuspár eru þér óþrotleg fagnaðaruppspretta.
Bent hefur verið á Urizen skapara, síðasta afrek Blakes, sem
myndrænt stef. Þá má nefna logana, sem leika um ýmis mál-
verk hans og eru listamanninum tákn ólíkustu hluta, allt frá
vítisglóð til guðdómseldsins góða, æðstu líkingarinnar í mál-
verkinu, sem fannst í Arlington árið 1948.
Ein sér og í sambandi við þennan síðast nefnda eld var þó
Blake tiltækari en flest önnur tákn vagnlíkingin, er svo mætti