Skírnir - 01.01.1958, Síða 213
Skírair
William Blake tvö hundruð ára
207
nefna. Imynd vagnsins birtist víða í spádómsbókum hans og
smærri ljóðperlum, svo sem Lundúnum og Jerúsalem, og skap-
ar einna mestu andstæðurnar í Arlington-málverkinu ný-
fundna. Vagninn er Blake alltaf tákn sálrænnar orku og
hvergi í ríkara mæli en á einni fegurstu mynd hans, þar sem
hann sýnir spámanninn Elías, klæddan skikkju, ímynd anda-
giftar sjáandans, í þann veginn að aka frá jörðu til himins.
Blake var einnig mikill spámaður og sjáandi, heyrði raddir
frá æðra heimi, gat skilið þær og skýrt á við postula eða
kirkjufeður. Ýmsir hafa verið teknir í dýrlingatölu, er siður
skyldi. Þegar ég nú við hjálp af þeim kynnum, sem ég hef
haft af Blake við lestur og athugun verka hans, reyni að skapa
mér skoðun um hann og verkin, verður líkingin við myndina,
sem hann sjálfur gerði af Elíasi, einna ríkust í huga. Margir
listamenn hafa freistað að túlka þessa ódauðlegu frásögn Kon-
ungabókar Gamla testamentisins með litum. En eftir þeim
myndum að dæma, sem ég hef séð, finnst mér enginn hafa
náð anda hennar eins vel og Blake. Og þegar ég hugsa um
þennan konung í ríki andans, er mér sem ég sjái hann strjúka
ryk hins stundlega heims af fótum sér, stíga yfir þröskuldinn
milli veraldanna, taka stjórntaumana í sínar hendur, setjast í
vagninn góða með eldlegu hestunum fyrir, albúinn þess að
bruna til hæða eftir Bifröst í stormviðri.
HELZTU HEIMILDIR:
Songs of Innocence and of Experience By William Blake, Edited by George
H. Cowling; Methuen & Co. Ltd. London 1953.
The Poetical Works of William Blake, Edited by John Sampson, Oxford
University Press 1952.
Symbol and Image in William Blake, by George Wingfield Digby, Oxford,
at the Clarendon Press, 1957.
The Cambridge History of English Litterature; Blake, by J. P. R. Wallis;
Cambridge 1932.
W. Blake’s Engravings, by Geoffrey Keynes; Faber, London 1950.
The Nation, November 30, 1957, pages 407—411; 41+—415.
Carl G. Laurin: Konsthistoria; Stockholm 1946.