Skírnir - 01.01.1958, Page 214
MAGNÍIS MÁR LÁRUSSON:
ÍSLENZKAR MÆLIEININGAR.
Um íslenzkar mælieiningar hefm- fátt verið ritað. Á þess-
ari öld hafa birzt tvær ritgerðir eftir fslendinga, en Norð-
maður að auki fjallað um nokkrar þeirra í sambandi við
norskar einingar. Björn Magnússon Ölsen ritaði Um hina
fornu íslenzku alin í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1910.
Finnur Jónsson ritaði um Islands mönt, maal og vœgt í safn-
ritinu Nordisk Kultur XXX, og í sama bindi ritaði Asgaut
Steinnes um norskar einingar og fjallaði þar að nokkru um
íslenzkar, bls. 123—127. Finnur Jónsson var látinn, er rit-
gerð hans var prentuð, en árekstrar eru milli hennar og hinn-
ar norsku, auk innra ósamræmis.
Hér skal gerð tilraun til að setja fram yfirlit, þar sem not-
aðar eru fleiri heimildir en hingað til um einingar í lengdar-
máli, rúmmáli og þyngdarmáli auk flatarmáls. Yið því má
eigi búast, að íslenzkri mælingafræði séu gerð full skil. Til
þess er efniviðurinn langt um meiri en takmörkuð ritgerð
fái fullnotað. Hins vegar gæti ritgerðin þjónað því augna-
miði að bregða upp hentugu yfirliti, auk þess sem hún kann
að leggja nýtt til málanna.
Aðaleining íslenzks lengdarmáls er alin.
1 ritgerð sinni komst Björn M. Ölsen að þeirri niðurstöðu,
að hin forna alin hefði verið hin náttúrulega öln, lengd fram-
handleggs frá olnboga fram á langafingursgóm, um það bil
47 sm. En hina fornu lögalin taldi hann um það bil einum
þumlungi lengri (2,065 sm) eða 49,143 sm. Þumalalin var
einum fornum þumlungi lengri eða um 51,208 sm og hafði
verið notuð í viðskiptum til að tryggja rétt mál.
Um 1200 var stikumálið leitt í lög, en stikan var ákveðin
tvær álnir, og jafnframt átti að leggja einn þumlung fyrir
hverja stiku.