Skírnir - 01.01.1958, Page 216
210
Magnús Már Lárusson
Skírnir
þingslögum og öðrum í Grágásartexta. Röksemdafærsla hans
er mjög skarpleg og — að því er virðist — mjög sennileg,
þar sem eðlilegt má telja, að mælingakerfi landnámsaldar
hafi verið norskt að uppruna.
Páll Vídalín gerði í Skýringum yfir fornyrSi lögbókar, og
eftir hann Jón Ámason í ritgerðinni um Katlamálsskjólu,
Lbs. 747 4to og 811 4to, ráð fyrir, að lögalinin forna hefði
verið % af Hamborgaralin, sem ætti að gera 48,912 sm.
Málið er samt ekki einfalt, þvi að hinn athuguli biskup
skrifaði um hina innlendu alin, er þá tíðkaðist: hinar flest-
ar hér um pláss og annars staðar, þar sem ég hef dvalizt,
hafa verið um einum þumlungi styttri en Hamborgaralin.
— Þetta er merkur vitnisburður, því hann gerir hina venju-
legu innlendu alin á fyrri hluta 18. aldar um 55,2 sm eða
mjög líka hinni norsku stikku, sem Steinnes telur 55,3 sm,
en þumalalina taldi sá % stikkunnar. Svipað kemur og fram
í ritgerð Jóns biskups um Alin og mœlikuarða í ÍB 45, 4to,
þar sem hann segir, að Hamborgaralin sé þumlungi lengri
en íslenzk alin, en hún ætti þá að vera 55,637 sm, eða að-
eins styttri en það.
Rétt er að benda á neðanmálsathugasemd DI I, bls. 307,
um þrímarkaðan kvarða, þar sem á var dönsk alin, Ham-
borgaralin og íslenzk alin, sem væri stytzt þeirra.
1 samanburði sínum segir Jón biskup um hina íslenzku
alin: gera þær 3% Sellandsálnir 3, en 18 Hamborgarálnir
17%. Þessar upplýsingar eru að vísu ekki nýjar af nálinni,
en segja, að hlutfallið milli Sjálandsálna og Hamborgarálna
séu %0. Við það verður gildi Hamborgarálnar 0,5649 sm eða
nokkru minna en bréf rentukammersins 25.4. 1761 telur, en
hins vegar efnisleg samhljóðan við bréf tollkammersins 22. 2.
1777, þar sem segir: saa kan der og af Forskjellen paa begge
Slags, eller det enes Reduction til det andet ei entstaae noget
Tab, da man veed, at denne Forskjel er netop 10 pCt. —
Þótt einnig megi skilja orðalag þetta í samræmi við bréfið
1761.
Hlutfall þetta, %0, er hið sama og Arent Berntsen til-
greindi milli norskrar álnar og danskrar í bók sinni Dan-