Skírnir - 01.01.1958, Síða 217
Skímir
íslenzkar mælieiningar
211
marks og Norges frugtbare Herlighed, og má vel vera, að
bæði Jón biskup og Páll Vídalín hafi þekkt rit þetta, sbr.
NK XXX, bls. 124n.
Nú er ekki kunnugt um aðra kvarða eldri en þá, sem Björn
M. Ólsen greinir frá í ritgerð sinni. Á það skal þó bent, að
Búalög tilgreina stærð mállaupa eða málhripa sem islenzka
stiku skakkhoma milli, ef ske kynni, að slíkt hefði varð-
veitzt einhvers staðar.
Hins vegar hefur i handritinu AM 732b, 4to, sem er frá
fyrra hluta 14. aldar, varðveitzt línustrik, og er það myndað
í Alfrœði íslenzkri III, bls. 65. Virðist það vera um það bil
10,45 sm að lengd á hinni prentuðu mynd. Kemur það heim
við Smástykker, bls. 197 neðanm., þar sem segir, að það
muni vera 4 danskir þumlungar að lengd. Strik þetta er talið
y16 af hæð Krists. Sé ráð fyrir gert, að um meðalmannshæð
sé að ræða eða 3^2 alin, sbr. Jónsbók, Landsleigub. 31.kap.,
yrði 3j/2 alin jöfn 167,20 sm, sem væri að vísu tæplega
meðalmannshæð um 1300, skvt. athugun Jóns Steffensens:
Líkamsvöxtur og lífsafkoma fslendinga, í Sögu II, 3. Eftir
þessu yrði alinin 47,77 sm. Gildi þetta fer mjög nærri því,
sem Steinnes gerði þumalalininni eða 47,3 sm. Munurinn
er það litíll, að hann veitir kenningu Steinness styrka stoð.
Hins vegar skal það þó tekið fram að þumalalin mun vera
náttúrumál, frá olnboga fram á þumalgóm.
Einkennilegt má virðast, að brotið y16 af faðmi sama sem
3/2 alin skyldi valið. Þá ber þess að gæta, að sama hand-
ritið hefur einu blaði fyrr samræmdar mælieiningar, þar sem
4 fet gera stig, en 2 stig 1 faðm, og ætti strikið þá að vera
V2 fet að lengd, sem að vísu er helzt til stutt, en að öðru
tali eru 7 fet í faðmi, sbr. Alfr. III, bls. 239, I, bls. 45 og III,
bls. 74n.
Vart má gera ráð fyrir, að strikið sé sett á bókfellið af
handahófi. Sjálft ber það með sér í útliti, að það tákni y16
af formlegri lengd.
Sé ráð fyrir gert, að strikið ætti að vera 10,4 sm langt,
yrði alinin 47,54 sm, en 10,5 sm samsvaraði lengdinni 48 sm.
Nú er eftirtektarvert, að Arngrímur lærði Jónsson nefnir