Skírnir - 01.01.1958, Síða 219
Skírnir
Islenzkar mælieiningar
213
höfð er hliðsjón af heitinu málfaðmur. Hlutfallið á milli
ætti þá að vera %, enda er það mjög nærri hlutfallinu milli
lengri (ekki Hamborgarálna) og styttri íslenzkra álna, sem
áður hafa verið nefndar, en það hlutfall er venjulega talið %.
Málfaðm skilgreina Búalög sem hálfa fjórðu alin, hls. 17, 36,
75, 81, 97, 99, 133, 211, 213. 1 öllum dæmunum nema bls.
213 er þó átt við málfaðm töðu, þ. e. rúmmál sem sé 3,5
álnir á kant og seljist á hundrað á landsvísu.
Bls. 213 er hann skilgreindur sem lengdarmál i stærð fjár-
húss. Um fjósbása segir hins vegar, að básinn milli stoðanna
eigi að vera smámennisfaðmkorn. Það er ríflegar þrjár álnir
eður vel sex fet fyrir tvær meðalkýr.
1 Passionall, Hólum 1598, segir bl. J II r: Fet — er hálf
alin norsk, þeirrar álnar eð 2 fet gera eina alin vora. Og
eru þá í málfaðmi 7 fet eður hálf fjórða alin. — Heimild
þessi er merk, því að hún jafnar íslenzka alin við norska.
Sú norska alin, sem þá kemur til greina, er norska stikkan,
þótt málfaðmurinn reyndar hins vegar byggist á hinni styttri
alin.
Framhald textans Alfr. II, bls. 239, er ekki gott. Þar eru
128 faðmar eða 133 eða 158 taldir gera fjórðung eða skeið,
en 170 eða 150 skeið mílu. Hér er þá um aðrar einingar að
ræða, skeið og mílur, en Alfr. /, bls. 45, og hliðstæður, nema
um stórkostlegar reikningsskekkjur sé að ræða. Ekki verður
séð, af hverju framangreindur fjórðungur er reiknaður, en
mílan ætti að vera 35-—45 km og líkist því grunsamlega þing-
mannaleið, sem á 18. öld var talin vera 5 mílur danskar,
og verður seinna að henni vikið. Textinn er mjög lélegur.
Textinn Alfr. III, bls. 74n, er og sérkennilegur, þar sem
hann greinir ýmsar skiptingar álnarinnar.
Hann segir, að 3 byggkorn geri munda, en 22 mundar öln.
Hins vegar gera 12 reisiþumlungar og öln. 4 fingur gera
lófa, en 3 lófar fet; 2 fet öln, en 3^/2 öln faðm.
Samkvæmt þessu eru 66 byggkorn í öln og 241 í faðmi,
en í textanum Alfr. II, bls. 239, eru 288 byggkom í faðmi,
sem að vísu er ekki hlutfallið %, sem áður var nefnt, heldur
svo til %, eða lengri alin, sem væri 55,6 sm að lengd, er sú