Skírnir - 01.01.1958, Page 220
214 Magnús Már Lárusson Skírnir
styttri væri 47,7 sm, séu byggkomin í textunum tveimur
jöfn að lengd.
Þetta þarf þó engan veginn að vera svo. Freistandi er að
álíta, að mundinn væri jafn og enskur inch, sama sem 3
barley-com, og væri alinin þá 55,88 sm, helmingur enskrar
álnar, ell, að frádregnum y2 enskum þumlungi, sbr. það,
er síðar verður sagt um stiku.
Eindæmisorð mun orðið reisiþumlungur vera. Hugsa
mætti, að það táknaði lengd þumals frá gómi að næsta lið,
en fingur táknaði breidd þumals í naglsrót meðalmanni, sam-
kvæmt skilgreiningu katlamálsskjólunnar.
Hér er álnum skipt á þrjá vegu: a) í 22 munda, b) í 12
reisiþumlunga, c) í 24 fingur.
Ekki kemur fram skiptingin í 20 þumlunga, sem fyrst er
getið í heimildum um 1600, eins og áður getur. Nærri ligg-
ur samt að ætla hana eldri.
Mælieiningin fingur virðist aðeins koma fram í einni ís-
lenzkri heimild eftir 1300, sem þó er norsk að uppruna,
DI III, bls. 129, en kemur fram í örfáum heimildum íslenzk-
um fyrir þann tíma.
Álnir þær þrjár, sem fram koma í texta Alfr. III, bls. 74,
þurfa textans vegna ekki að vera jafnlangar. Hér skulu þvi
þó ekki gerð frekari skil. Aðeins skal bent á, að alinin, sem
skiptist í 22 munda, minnir að skiptingu til á svonefnda
skógaralin, sbr. NK XXX.
I Búalögum stendur hins vegar, bls. 10: Það er meðalspönn,
er 2 eru í alin. — Spönn er venjulega talin mesta fjarlægð
milli góma þiunals og löngutangar. Bls. 6 er hún nefnd
spennta, og segir þar: alin er alin af ásavið og súlnavið og
skal vera 3 spenntur í hinn digrara endann (lesa mætti og
þrispenntur). — Þetta mun vera það, sem nefnist húsalægt
(húfalægt mun vera prentvilla) tré, er þriggja spanna er
ummáls af meðalspönn, bls. 10. Næsti liður á eftir ása- og
súlnavið bls. 6 segir: Alin er alin af borðlægum fjalvið; bls.
43 segir um sama lið: alin er alin af fjalviði hnefálna breið-
um. — Þetta er eina dæmið frá fyrri öldum, þar sem orðið
hnefalin kemur fyrir, að því er virðist. Enn segir hins vegar,