Skírnir - 01.01.1958, Side 221
Skírnir
íslenzkar mælieiningar
215
að hnefalin sé um það bil jöfn og spönn eða nokkru lengri.
Sé þetta rétt, breytir það kenningu Björns M. Ólsens. Mæli-
eining þessi virðist vera náttúrumál eins og spönnin eða
lengd frá olnboga að úlnlið, rúmlega 27 sm.
Textinn Aljr. III segir enn fremur, að 778 mílur geri gráðu,
en Alfr. II, bls. 124n, segir, að 7000 stadia geri gráðu. Báðir
textarnir, eins og Alfr., bls. 45, telja, að 8 skeið eða stadia
geri mílu. Textinn í Alfr. III gerir því ráð fyrir, að 6224 stadia
geri gráðu, og er þvi um ósamræmi að ræða, sem gæti byggzt
á mislöngum mílum, þar sem 778 mílur ættu að samsvara
875 mílum styttri. Líklega er 778 þó misritun, sbr. útgáfuna,
enda er textinn stórspilltiu-.
Alfr. II, bls. 125, segir, að ein gráða sé nær tylft sjávar, en
tvær tylftir dagsigling. Og svo er reiknað, að vika sjávar
muni vera 58314 stadii eða 72916 passus eða skref og 3pj fet
eða 8 98314 m, sé latneskt mál lagt til grundvallar, því að
augljóst er, að gleymzt hefur að deila með 12; er textinn að
því leyti rangur. tJtkoma þessi byggir á tylftatali milli Björg-
vinjar og Niðaróss og er auðvitað ekki nákvæm og ætti ef
til vill að vera nokkru hærri, sbr. NK XXX, bls. 129, en gæti
hins vegar einnig verið lægri.
Frá 18. öld eru til nokkrar skilgreiningar á viku sjávar.
I Lærdómslistafélagsritum XII, bls. 222, er hún skilgreind
sem 5000 málfaðmar, þ. e. 17 500 álnir. Sé alinin talin lengri
íslenzk abn 55 sm, gæfi það 9 800 m, en styttri alin 47,7 sm
gæfi 8 348 m. Styttri alinin er reyndar grunneining mál-
faðmsins, enda að nokkru sannað í ritgerð Bjöms M. Ólsens,
sbr. einnig það, er segir um vallarmál siðar.
I Sýslulýsingunum 1744—49, bls. 35, er hún skilgreind
sem dönsk míla eða 7,53 km, en bls. 132 1%5 míla eða 10,04
km, en þar sem á sömu síðu er ætlað, að 3 vikur geri þing-
mannaleið eða 5 mílur, ætti hún samkvæmt því að vera 1%
míla eða 12,55 km. Hins vegar em höfundar stundum ekki
vissir, nema um norskar mílur sé að ræða, sbr. það, er sagt
verður um þingmannaleið hér á eftir.
I leyfisbréfi kommgs 16. 12. 1631 virðist vika sjávar vera
sama sem dönsk míla, gamla sjómílan, eða ofurlitlu lengri.