Skírnir - 01.01.1958, Síða 222
216
Magnús Már Lárusson
Skímir
Séu mældar vegalengdir, er gefnar eru upp í vikum sjávar
í Grettissögu, þ. e. frá Reykjanesi í Ólafseyjar, frá Ljárskóg-
um að Skarfsstöðum og Reykjum í Drangey, fæst vika 9,16
km, 7,5 og 7,5 km.
Tylftatalið DI III, bls. 19, gefur og harla breytilega út-
komu; sé mælt frá Horni og vestur um að Dýptarsteini á
Reykjanesi, fæst sem meðaltal vika, sem að stærð er um 8,7
km. En sé notað tylftatalið á Rreiðafirði í áðurnefndum
Sýslulýsingum, fæst vika að meðaltali 8,3 km.
Yika sjávar getur ekki hafa verið nákvæm mælieining, því
að tímalengdin að fara ákveðinn spöl getur haft áhrif á
ákvörðun vegalengdarinnar, og ráða því straumar og vindar
nokkru um ákvörðunina. Annars er eigi vitað með vissu,
hvemig farið var að ákveða farna vegalengd á sjó á fyrri
öldum.
I orðahók Fritzners er vika sett jöfn og röst, en sú mæli-
eining virðist ekki hafa verið notuð hér á landi. Samt segir
Páll Vídalín í orðaskýringum sínum, að hún sé annaðhvort
1000 faðmar eða ítölsk míla, 1200 faðmar. Gæfi þetta 1,9
-—2,3 km, eftir því hvernig reiknað væri.
Þingmannaleið er í eðli sínu ekki ákveðið lengdarmál,
heldur dagleið. Verða því þingmannaleiðir mislangar eftir
landslagi.
I áðurgreindum Sýslulýsingum fást nokkrar skemmtilegar
heimildir sýslumanna á 18. öld um lengd þessarar dagleiðar.
Almennt er hún talin 5 þýzkar mílur, sem reyndar er sama
og danskar mílur, og gerir að vegalengd 37,65 km, hls. 3, 24,
35, 110. En fram kemur og, að hún er talin í norskum míl-
um, 3, bls. 2 og 110, 5, bls. 132, 5—8, bls. 209, 5, bls. 253,
4, bls. 293. Og fram kemur, að því er virðist, að taldar séu
3 norskar mílur í 5 þýzkum, sem gerir norska milu 12,56
km, en hún virðist ekki þekkt nema hér á landi með þeirri
lengd; ætti að vera 11,3 km að lengd eða 18000 álnir norsk-
ar. Páll Vídalín telur reyndar norska mílu 5000 faðma og
gera 15 þýzkar mílur 12 norskar, sbr. Sýslulýsingar, bls. 293,
er taldar eru 4 norskar mílur í þingmannaleið.
I Grágás II, 368, er örskotshelgi, sbr. örskot, -lengd, ördrag,