Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 223
Skírnir
íslenzkar mælieiningar
217
skilgreind sem 200 faðmar tólfræð. Er þetta sama fjarlægð,
er getur í Jónsbók, aðallega um afnotaréttindi á mörkum
jarða, sbr. bls. 151, 160, 162, 191, 198 og 282. Sé um faðma
að ræða, er halda 3*4 alin hver, er sú lengd 840 álnir eða
rétt rúmlega 400 m.
Elzta skilgreining rúmmáls er í Grágás og tekin upp í
Jónsbók, sbr. DI, bls. 162—5, þar sem hún er ársett um 1100.
Hljóðar hún svo: Það er Katlamálsskjóla, er tré er sett í lögg
og tekur öðrum megin á þröm, 12 þumlunga meðalmanni í
naglsrótum. — Galli er á þessu, því að nú nægir þetta ekki
til að skilgreina stærðina, þar sem vantar annaðhvort þver-
málið eða hæðina til beins útreiknings.
I skýringum sínum segir Páll Vídalín, að hann hafi séð
skrifað í prentaðri lögbók, þ. e. Jónsbók: 8 skjólur eru 7 fjórð-
ungar. — Þá er hver skjóla 17^2 mörk, og er átt við katla-
málsskjólur, en ekki búskjólur, er síðar verða nefndar. Þetta,
sem Páll hefur séð, hefur ef til vill verið skrifað eftir 1619
—20, er verzlunartaxtinn er settur. Þá er þyngdarmál fært
til samræmis við Kaupmannahafnarmál, sbr. Lovsamling
for Island I, bls. 184 og 187. Enn fremur Alþingisbækur V,
bls. 6n, 10 og 14n, og er bls. 14n hnykkt á ákvörðuninni um
breytingu þyngdar. Pundarar og reizlur skulu leiðréttast og
mörkuð af löggildingu Kaupmannahafnar. Sömuleiðis skulu
komtunnur vera hringlaga, en lögur flytjast í 120 potta tunn-
um. Verður því um leið breyting á lagarmáli. Þessu er breytt
6. 5. 1684. Þá á tunna rúgmjöls að vega 12 lispund með trénu,
en lögur á að flytjast í 136 potta tunnum. Lýsið virðist flutt
í 120 pt. tunnum enn 12.2.1777, þar sem hins vegar enn er
löggilt 136 pt. tunna, þrátt fyrir lögleiðslu 144 pt. tunnu 1687,
NK XXX 197.
Breytingin 1619—20 var fólgin í því, að 10 dönsk skála-
pund skyldu vera í hverjum íslenzkum fjórðungi á vog. Sé
skálapundið talið 496 gr, sbr. NK XXX, bls. 183, yrði mörk-
in eftir 1619 248 gr vegin. En Búalög, bls. 224, sem rituð
eru eftir miðja 17. öld, reikna tunnusáinn 24 fjórðunga eftir
markatali af vatni. Eftir því ætti mörk mæld að vera 0,248
lítrar. Hér á eftir mun koma fram greinilega munur á vegn-