Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 224
218
Magnús Már Lárusson
Skírnir
um og mældum mörkum. (Mörk miðuð við skálapund virð-
ist notuð 1607, sbr. Bréfabók Guðbrands biskups, bls. 634.
Eins mun vera, er reiknað er í mörk =16 lóð, nema ef um
Kölnar- eða Lýbikupund er að ræða. Fyrsta dæmi DI VIII,
801.)
Eftir samræminguna 1619 ættu 17 V2 mörk að vera 4340 gr
eða 4,34 ltr. Nú er eigi eðlilegt, að 8 skjólur hafi í upphafi
verið hugsaðar sem 7 fjórðungar. Nær væri 8. Þá væri skjól-
an 20 merkur eldri, en hver eldri mörk vegin 4340/20 eða
217 gr, sem ef til vill er aðeins of hátt, en við því verður ekki
gert, þar eð Kaupmannahafnarskálapundið er ekki þekkt með
fullri nákvæmni.
Katlamálsskjólan er að sumu lík hinum svonefnda tólf-
mynning, er getur í skánsku lögum og Andrés Súnason lýsir
í lögskýringum sínum, NK XXX, bls. 208n. Er ílát þetta 12
þumlungar af lögg á þröm beint yfir miðju, en hæð 6 þum-
ungar. Rúmmál ilátsins er þá 509,2 rúmþumlungar. Lagið
er ekki það, sem nú mundi nefnt skjólulag, því að þvermálið
er tæplega 10,4 þinnlungar. Það er því meira á breidd en
hæð og minnir á trog, enda kommælir. I jarðabók Valdimars
konungs er getið um smjörmælisask og sagt: aska est tolf-
mund. Hann virðist hafa verið y12 af smjörtunnu, sem vó
1 pondus eða 24 miðaldabismarapund, NK XXX, bls. 192.
Eins og sýnt mun síðar, var miðaldatunnan hér á landi talin
240 merkur eða 10 pund, og pundið því 24 merkur. Gæti
virzt sem svo, að um sama hlutfallskerfi sé að ræða. I NK
XXX, bls. 30, er þess getið, að orðið tolfmynning væri til
orðið vegna sérstakrar myndar aðferðar, myndar mælingar.
Má vera, að það sé rétt. Þó ber hér að taka fram aftur um
eininguna mundi, þegar Alfr. II segir, að 22 mundar geri öln,
að hann kunni að liggja til grundvallar tólfmyndingnum,
þótt eigi sé vitað um lengd mundans.
Jónsbók lögleiðir búskjólu, sem síðar er getið nánar. Er
hún kornmælir, en ákvörðuð með 30 vegnum rúgarmörkum.
Leiðir það af sér skekkju, er ílátið er notað sem rúmmál;
mun sýnt á eftir, að 5 vegnar merkur munu taldar 6 mæld-
ar merkur.