Skírnir - 01.01.1958, Side 225
Skímir
Islenzkar mælieiningar
219
Sé nokkuð mark takandi á heimild Páls Vídalíns, þá ætti
katlamálsskjólan að hafa tekið 20 vegnar merkur, en 24
mældar merkur, og þann veg getað verið eining punda- og
tunnumáls.
Það skal tekið fram og áherzla á lögð, að bls. 15 í Búalög-
um hefur handritið, sem prentað er eftir, 1. 68 og 69 skjóla,
en annað handrit jafngamalt hefur fjórðungur, þ. e. 20 merk-
ur, og er um matarlag á vinnu að ræða. Hins vegar segir
1. 55, og 20 skjólur skyrs eru til hundraðs, sbr. bls. 9 og 39,
þar sem 24 fjórðungar eru taldir til sama verðs, og er um
lag á kosti að ræða. En matarlag á vinnu er helmingur þess
á kosti, sbr. 1. 52 við 65. Eftir þessu ætti skjólan annars veg-
ar að vera 20 merkur, en hins vegar 24 merkur. f því er
ekkert annað ósamræmi en í mælingaraðferð, hvort vegið
sé eða mælt í mæli. Páll Vídalín segir og um mörkina, að
hún sé Y2 pottur, en er einnig mál þurra hluta, þ. e. rúmmál.
Svipuð eru ummæli Arngrims lærða, er hann segir pundið
vera 24 merkur, Crymogœa 77/86, en mælir fljótandi og
þurra hluta. Bls. 50 í Búalögum segir, að 2 12 fjórðunga-
vættir með sekkbært skyr er hundrað, en bls. 51 er pund-
kerald með skyr þykkt eyrir, þá er pundkeraldið sama og 24
merkur eða merkurbollar, þar sem fjórir merkurbollar með
þykkva hvítu eru taldir álnavirði, bls. 53. Bls. 51 er pund
matar af mjölvægum mat eyrisvirði, en 4 merkur af mjöl-
vægum mat alin, bls. 53; þá er pundið einnig 24 merkur.
Skyr er mælt, sbr. bls. 10, þar sem nefndur er 15 marka ask-
ur með hvítu, sem svo er jafnað við 7 merkur smjörs og
2 aurum betur á vog (ætti reyndar að vera 4 aurar).
Nú mætti hugsa sér að nota tölu þá, sem áður var fundin
um rúmmál skjólunnar, eða 4,34 ltr, og reikna þumalsbreidd
í naglsrót meðalmanni, og þá gert ráð fyrir, að skjólan hafi
verið tólfmyndingur í upphafi. Um það er ekki vitað, svo
sem getið hefur verið, en greinarnar í Grágás, sbr. DI I, 165,
eru færðar í letur um sömu mundir og Andrés Súnason rit-
aði lögskýringar sínar. Það er mjög fljótleg könnun á mælis-
íláti að prófa, hvort lengd frá lögg yfir miðju sé tvöföld hæð.
Sé þetta reiknað, kemur út þumalsbreidd, sem er 2,043 sm,